Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 23
Þrjú IjóS
eins hafa þorstlát örlög borið sér
einhverrar líf að vör, sem fátæk ævi
varðveitti síðan vel sem brothætt gler,
viðkvæmt og fínt og sízt við hversdags hæfi,
með gát í luktu leynihólfi falið
sem löngum geymdi það sem dýrmætt var
(það er að segja, það sem dýrt var talið).
Það beið þar einsog allt sem tíminn veldur
einungis gleymsku, fölva og hnignunar,
varð aldrei dýrt og ekki fágætt heldur.
Úr bernsku
Rökkrið varð allt að auði er stofan geymdi;
þar ungur sveinn sat hugsi langa stund.
Er inn kom mamma hægt sem hana dreymdi,
heyrðist glas titra í skáp í sama mund.
Hún fann að hún kom upp um allt sem var
þar inni, og kyssti son sinn: Ert þú hér? ...
Þau líta hrærð á hljóðfærið; hún sér
margt horfið kvöld, er lék hún stef, sem bar
þann kynjablæ er drengsins huga dró.
Grafkyrr sat hann og horfði í djúpri ró
á hönd, sem sveigð af baugum tók að leika,
tróð hvítar nótur, svo hún sýndist reika
í sviptibyl og kafa snjó.
Helgi Háljdanarson jrýddi.
117