Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 26
Tímarit Máls og mcnningar Það er fjars'kalega fínt fólk í Suðurgötunni. ÞaS eru dómkirkjuprestar, stórkaupmenn, prókonsúlar, pastoremerítusar, kírúrgar, bolsivíkkar, general- konsúlar, rjúpnaskyttur, Faðir andanna líka, og bæjarfógetar. Þá var enginn skortur á þokkadísum, Ásum, Bimum og Onnulísum, Ella bæj., Esther og Uppsalakata, svo nokkrar séu nefndar. Á horninu er fullt af majórum, lautinöntum og adjútöntum, það held ég, Sesselja, Þóroddur póstur, Herdís, sem á púturnar sem mamma kaupir eggin úr, Oddur í Iðnó, Jensína og Jón kadett. Og miklu fleiri, ég man þá kannski seinna. „Kom, kom, kom í hænsnaberinn! kom sá ...“ Það var her í gamla daga! Ósköp er eitthvað dommaralegt héma. Hvar eru Hjaltesteðsstrákarnir? Yið skulum koma út í Tjamargötu, það er þar sem höfðingjamir eru, par excellence! Þarna eru tveir slánar, er það ekki sem mér sýnist, er það ekki hann Palli bisp og hann Agnar í Klemmu. Hvað eru þeir að snópa þarna upp hjá Brunnhúsum? Nú er eitthvert prakkarastrikið í bígerð, það er ég viss um. Sjáið þið litla pinnann þama með flugdrekann, sá er vitlaus, í blæjalogni! Nononono! er það ekki hann Pétur litli, sjálfur ráðherrasonurinn, leyfist kettinum .. . en flugdrekinn fer nú ekki upp samt. Einhverjir kallar eru þama fyrir utan Glymu, núúú ... þótti engum mikið, á kjaftatörn! Það er Kalli og Toni á Brunastöðinni, og einhverjir grassíu- tappar. Þeir voru við sama heygarðshornið þar, eins og nú, biddu fyrir þér! Ætli það væri þá ekki rétt að skella sér upp á við, á Skólavörðustíginn, við getum komið við í Þingholtunum. Þar lendir maður stundum í habbít út af andskotans tröppunum sem eng- inn mátti stíga upp í til að stytta sér leið upp í Ingólfsstræti, fyrir Þorsteins Gíslasonarfrekjunum. Á Skólavörðustígnum er líka fínt fólk, hefði ég haldið, en ekki á 9 í gamla daga. Ekkert skil ég í henni Guðrúnu að hún skuli ekki láta strákaskammirnar passa, að hann Tolli vaði ekki rófurnar hennar, þessar líka rófur! eins og kálhöfuð og hvaðeina, sem þar upp sprettur. Hvað er að tala um Engeyjarættina! Þarna standa þær, fyrir utan ekkjukassann, Maja Matt og Inga Sör, í nýju kápunum, en montið! Ég fæ líka nýja kápu fyrir sautjándann, meira að segja á að sauma liana hjá Rebekku. Einhverjar beinasleggjur eru að 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.