Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 53
Geir Kristjánsson
Snjómokstur
Einþáttungur
persónur: Baldi, Líkafrón.
í Ijóskeilunni: Skafl framarlega á sviðinu; á bakvið skaflinn standa Baldi
og Líkafrón og moka. Veðurhljóð og ofurlítill skafrenningur í upphafi þátt-
arins, síðan lygnir smám saman. Þeir moka þegjandi góða stund áður en
þeir byrja að tala saman, Líkafrón móður og með töluverðum erfiðismunum;
hann er nokkuð feitlaginn.
BALDI: Við skulum spjalla eitthvað, þá líður tíminn fljótara . .. Ég heiti
Baldvin — kallaður Baldi.
líkafrón móður: Eg heiti Líkafrón.
Þeir moka þegjandi um stund.
BALDI: Ég sé þú kannt ekki að moka, kalli minn. Þú mokar alltaf uppá sömu
hendina!
líkafrón móður: Geri ég það?
baldi: Já.
LÍKAFRÓN: Ég hef aldrei hugsað úlí það ... aldrei hugsað útí það, að hægt
væri að moka öðruvísi en ég geri ...
baldi: Þú sérð, hvernig ég fer að! Ég moka öðruvísi. Líttu á þetta! Sko!
Sýnir honum. Nú uppá vinstri hendina og hvíla þá hægri. Mokar nokkrar
skójlur. Og nú uppá hægri hendina og hvíla þá vinstri. Mokar nokkrar
skóflur og rétlir svo úr sér. Svona á að fara að því! Vinnuvísindin, skil-
urðu ... það að kunna að hvíla sig á meðan maður er að!
lÍkafrón : Ja, vinnuvísindin ... það getur vel verið ... ég skal ekkert segja
um það ... En ég vil nú heldur moka eins og mér er eðlilegast ... ef þér
væri sama______
baldi : Sama? Auðvitað er mér alveg sama. Þetta er akkorð og þá fær hver
það sem honum ber! Það verður mælt hjá okkur á eftir, hvorum um sig.
Það kemur ekkert niður á mér þó þú sért óvanur!
147