Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 62
Tímarit Máls og menningar
BALDi: Hún er ekki vel reglusöm.
li'kafrón: Ha?
baldi : Konan mín. Hún er ekki vel reglusöm.
líkafrón: Nú?
BALDI: Samt fer ég aldrei heim úr vinnunni til að gá að þvi, hvað hún er að
gera!
líkafrón: Nei?
baldi: Aldrei! Það 'hefur heldur aldrei neitt gerzt!
líkafrón: Nei?
baldi: Það er vitleysa af mér að ‘hugsa svona — eins og ég geri stundum!
Það hefur aldrei neitt komið fyrir!
líkafrón: Nei?
baldi: Sama þótt hún sé ein í íbúðinni allan daginn og vafasamir menn í
'húsinu, hæði uppi og niðri!
líkafrón: Já.
BALDI: Hún er stabíl.
LÍkafrón: Já.
BALDI: Alltaf stabíl. Lætur engan vaða inná sig!
LÍkafrón: Já.
BALDI tortrygginn: Af hverju segirðu „já“? Veiztu eitthvað?
LÍkafrón: Ég?
baldi : Já. Þú lætur eins og þú vitir eitthvað!
LÍKAFRÓN: Ég veit ekkert. Ekkert nema það sem þú ert að segj a mér.
baldi : Hef ég sagt eitthvað?
líkafrón : Nei, þú hefur ekkert sagt.
baldi : Og hvað veiztu þá?
líkafrón: Ekkert.
baldi : Það var eins gott fyrir þig!
LÍKAFRÓN þegir.
baldi: Hef ég sagt þér, að það er Fíat sem ég á?
líkafrón : Kannski, ég man það ekki.
baldi: Jú, það er Fíat. Fimm ára gamall. Konan hefur hann alltaf.
LÍKAFRÓn: Já, nú man ég það.
baldi : Það er dýrt að eiga bíl.
LÍKAFRÓN: Ég skal trúa því.
baldi: Það kostar helling, kalli minn. Bensínið og viðhaldið! Slntt þögn.
Samt er það ekkert hj á því sem það kostar að eiga konu!
156