Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 63
Snjómokstur
líkafrón: Að eiga konu?
baldi: Já.
líkafrón: Á? Segirðu það ... Það kostar sitt, ha?
baldi: Já.
líkafrón: Ja, ég skal trúa því... ég skal trúa því ... ef hún er óreglusöm!
baldi : Óreglusöm?
líkafrón: Já.
baldi vondur: Ertu að segja það uppí opið geðið á mér, að konan min sé
óreglusöm!
LÍkafrón hræddur: Mér bara skildist það ...
baldi: Skildist?
líkafrón: ... á því sem þú sagðir áðan ...
baldi öskrar: Sagði ég að hún væri óreglusöm?
líkafrón : Ég veit ekki. Kannski misheyrðist mér.
BALDI meS áherzlu: Ég sagði að hún væri ekki vel reglusöm!
líkafrón: Já, það er rétt.
baldi : Og það er dálítið annað en að segja að hún sé óreglusöm!
líkafrón: Já.
baldi: Það er breitt bil þar á milli!
líkafrón: Já, það getur verið.
baldi : Það getur ekkert verið. Það ER!
líkafrón : Já, ekki er ég að neita þvi.
baldi : Af hverju ertu þá að segja að 'hún sé óreglusöm?
lÍkafrón: Ég er ekkert að segja það.
baldi: Ætlarðu að þræta fyrir?
líkafrón: Ég sagði, ef hún væri óreglusöm, sagði ég!
baldi rólegri: Sagðirðu „ef“?
líkafrón: Já, ég sagði það.
baldi : Hún er það ekki!
líkafrón : Þá trúi ég þvi.
baldi : Það er líka eins gott fyrir þig!
líkafrón: Já.
baldi : Ég vil ekki heyra neinn róg um konuna mina!
líkafrón: Nei ... Stynur viS. Ég held bara ég verði að setjast stundarkorn
... Mér er allt í einu eitthvað svo ómáttugt ... Ég þoli það aldrei, þegar
æpt er á mig ... Slynur. ... fæ alltaf fyrir hjartað af því ... ónot og
157