Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 83
RœSa á aldarafmœli Leníns Ég segi þetta vegna þess, aS í heimssögunni eru engin tvö algjörlega hlið- stæð dæmi, og engar tvennar kringumstæður eru nákvæmlega eins. Engar tvær byltingar munu heldur eiga sér stað á nákvæmlega sama hátt. Nýir möguleik- ar skapast og nýjar aðferðir. í Rómönsku Ameríku hefur að undanförnu orðið vart vaxandi óróa inn- an kirkjunnar og hersins, stofnana sem ætíð fyrr hafa verið styrkustu stoðir alls afturhalds, klíkuveldis og heimsvaldastefnu. Órói þessi stafar af meðvit- undinni um það arðrán, sem er hlutskipti þjóðanna, vitneskjunni um það ok sem heimsvaldasinnar leggja á þær, og af þeirri hugdjörfu byltingarkenndu afstöðu sem ýmsir prestar hafa tekið, og ber þar hæst dæmi Camilo Torres í Kólombíu. Undanfarar þessa byltingaróróa voru uppreisnirnar í Carúpano og Puerto Cabello í Venezúela fyrir fáum árum. Hann kom einnig eftinninni- lega í ljós þegar hópur vaskra hermanna undir forustu Caamano ofursta hratt af stað stjómskipulagshreyfingunni í Dómíníska lýðveldinu. Sú hreyfing var bæld niður með afskiptum glæpsamlegra heimsvaldasinna, en hún var engan- veginn gjörsigruð. Og óróinn gerir sín víðar vart, svo sem í Perú. Það sem heimsvaldasinnar bjuggust kannski sízt af öllu við var það, að hreyfingar skyldi verða vart innan herjanna, hreyfingar sem gerði sér ljósa vanþróun ríkisins og bæri fram stefnuskrá um þjóðlega viðreisn. Nú er það vitað mál, að þróunarstefnuskrá sem framfylgt er af atfylgi leiðir til bylt- ingar. Þetta er nýtt fyrirbæri, allrar athygli vert og fyllsta áhuga. Við fylgjumst af vakandi áhuga með þeirri hreyfingu, sem er að eflast í Perú, og sá áhugi er þeim mun meiri sem hinn aftur'haldssami blaðakostur, klíkuveldið og heimsvaldastefnan hafa með öllum tiltækum ráðum haldið uppi heiftarlegri árás á ríkisstjórn Perú, afturhaldsárás hótandi kollsteypu. Þar sem við höfum sjálf svipaða reynslu, þekkjum við mætavel fyrirætlanir og aðferÖir heims- valdastefnunnar. Við hljótum að lýsa því yfir í fullri hreinskilni, að við tökum mjög já- kvæða afstöðu til yfirlýsingar ríkisstjórnar Trinidads og Tobago, sem af hug- dirfsku fordæmdi hið efnahagslega hafnhann á Kúbu. Við lítum einnig já- kvætt á þann verknað ríkisstj órnar Chile að leyfa útflutning vissra fæðuteg- unda til lands okkar, sem áður fyrr voru jafnan keyptar frá því landi, en höfðu árum saman verið stöðvaðar af völdum hafnbanns heimsvaldasinna. Við segjum það hreinskilnislega, að við lítum jákvætt á þennan verknað, án tillits til þeirra ritdeilna sem við höfum átt í við ríkisstjórn Chile og ólíkra 12 TMM 177
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.