Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Qupperneq 88
Ernst Fisclier
Um ,Griðastað‘ eftir William Faulkner
Ákvörðunin (þ. e. þjóðfélagslega virk á-
kvörðun einstaklinga) sem í rauninni er
ekki ákvörðun, heldur ferð inn í óvissu, er
í hinni merkilegu skáldsögu „Griðastað"
eftir W. Faulkner bundin við vandamálið
„frustration" eða ófullnægju, kyrking í
auðvaldsheiminum.
Eitt af eftirlætisviðfangsefnum róman-
tísku stefnunnar var glæpamaðurinn, sem
mótleikari liins borgaralega heims. Þannig
gerði Balzac, í ástríðufullri samúð með
liinu öfgakennda, Vautrin að ofurmenni.
Popeye, glæpamaðurinn í „Griðastað" er
gjörsneyddur rómantík. Hann er í senn
ófreskja og fórnarlamb. Raunsætt og af
hófsemi er sagt frá uppruna hans í lok
sögunnar:
„Móðir hans var dóttir manns, sem rak
gistiheimili. Faðir hans hafði verið atvinnu-
verkfallsbrjótur, sem sporvagnafélagið
hafði ráðið til að rjúfa verkfall árið 1900“.
I jaðarhópi lijóðfélags, sem falar verk-
fallsbrjóta, njósnara og æsingamenn til
styrktar skipulaginu, fæðist Popeye.
„I fyrstu héldu allir, að hann væri blind-
ur. Svo komust þau að því að hann var
ekki blindur, en liann fór ekki að ganga
eða tala fyrr en liann var fjögurra ára. Á
meðan hafði annar maður móður hennar,
lítið rindilslegt mannkerti með þykkt yfir-
skegg, sem dundaði við lagfæringar á hús-
inu, brotnum tröppum, lekum rörum og
þess háttar, farið að heiman einn daginn
með undirskrifaða, óútfyllta ávísun, sem
hann átti að borga með tólf dala reikning
í kjötbúðinni. Hann kom aldrei aftur.
Hann tók allt sparifé konu sinnar, fjórtán
hundruð dali út úr bankanum og hvarf.“
Amman reynir margsinnis að kveikja í
húsinu. Veiklað barnið vex hægt úr grasi.
Það verður ekki að karlmanni, heldur van-
þroska, ónýtri veru, iiinum hræðilega, glat-
aða outsider, glæpamanninum.
Með öfgakenndu dæmi cr hinu dæmi-
gerða lýst; getuieysi, vanmætti í samfélagi,
])ar sem hálfnað verk er einskis virði, góð-
ur vilji einn saman leiðir aðeins til ills,
og mannúð, sem ekki beitir liörku og klók-
indum, úrkynjast í máttvana líknarstarf-
semi. Þetta öfgakennda samfélag, samfélag
Suðurríkjanna, myndar félagslegt baksvið
sögunnar; siðmenningin er einsog hengi-
rúm yfir ræktarlausum og ofvöxnum gróðr-
inum: eymd og íburður, hleypidómar og
sval), blóð og bálköstur, hin fullkomna
klisja og nakinn veruleikinn.
Samfélag forréttindainanna hýður upp á
öryggi á kostnað sannrar fyllingar. And-
artaks viðbragð nægir ekki til að brjót-
ast úr örygginu, ekki hcldur ósjálfrátt nei-
kvæði. Lögfræðingurinn, Hóras Benbow,
brýzt dag nokkurn út. í tíu ár, eða frá því
hann giftist, hefur hann sótt á hverjum
föstudegi kassa, fullan af rækjum, frá jám-
brautarstöðinni, en hann þolir ekki lyktina
af rækjum.
„Mér væri svosum sama, þó að ég þyrfti
að sækja þær,“ segir hann eftir flóttann,
182