Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 94
Tímarit Máls og menningar Landnámabók hin nýja Islendingabók Ara prests Þorgilssonar og Landnámabók eru nú gefnar út saman af hagkvæmniástæðum í Islenzkum fornrit- um1, ]iar eð sú fyrri hefði (með formála útgefanda) rúmazt á fimm örkum, eða átta- tíu blaðsíðum, og hefði það orðið svo þunn bók að stungið liefði í stúf við fyrri bindi bókaflokksins. Á hinn bóginn lxafa þessar fimm arkir sennilega riðið baggamuninn ]>egar ákveðið var að hafa þessa útgáfu í tveim bindum í bandhægri stærð. Er fyrra bindið samtais 364 blaðsíður (formáli út- gefanda 154 bls. og texti 210 bls.) og það síðara 318 bls. og að auki þrettán blöð með uppdráttum. f því síðara eru 36 ættar- skrár og síðan nafnaskrá á 85 bls., — alls um 5000 nöfn (nál. 3500 mannanöfn og meira en 1500 örnefni). Þessi tvö undirstöðurit íslandssögu, ís- lendingabók og Landnámabók, voru einnig gefin út saman í frumprentun sinni í Skál- holti 1688. Er því fordæmi nú fylgt nær þrem öldum síðar í útgáfu sem að því er tekur til Landnámu er ávöxtur þrautseigrar glímu fyrri fræðimanna við að greiða úr flóknum vandamálum afbrigðilegra texta. Fyrsta stóra átakið var útgáfa Jóns forseta Sigurðssonar árið 1843. Allir fimm textar voru þar prentaðir í fyrsta sinni í einni bók, og tilhögunin hefur í meginatriðum orðið fyrirntynd þeirrar útgáfu sem hér um ræðir 125 árum síðar. Áður en lengra er haldið með Landnámu skal hér vikið að íslendingabók Ara fróða. Fyrsta strangfræðilega útgáfan er raunar cinnig verk Jóns forseta og kom út á prent árið 1843 eins og Landnámuiitgáfan. Hér er textavandamálið vel viðráðanlegt, þar 1 í slendingabók og Landnámabók, fs- lenzk jornrit Z1 og -, Jakob Bencdiktsson gaf út, Hið íslenzka fornritafélag 1968. CLIV + 528 bls. sem ekki er um að ræða nema tvær upp- skriftir séra Jóns Erlendssonar eftir einu forriti, og ber þeim mjög lítið á milli. Sú uppskrift sem örugglega má telja síðar skrifaða er fornlegri uin stafsctningu og má ætla að hún fylgi vandlega stafsetningu forrits, en af því hvernig henni er farið liafa fræðimenn ráðið að forritið hafi verið skrifað um 1200. Séra Jón (d. 1672) hélt sig fara eftir eiginhandarriti Ara (d. 1148). Ætla mætti að séra Jón eða öllu heldur sá sem hann skrifaði fyrir, Brynjólfur biskup Sveinsson, hefði talið eiginhandarrit Ara fróða að íslendingabók þess virði að það væri geymt. Þó að þeir liafi eflaust haldið þessa gömlu skræðu einskis virði eftir að gjörð hafði verið vönduð uppskrift, miklu læsilegri en hin forna bók (sem þó hefur verið heil og lesandi), hefði eiginhandarrit svo frægs rithöfundar átt að vera meira rarítet en svo að því væri kastað á eld. En hvaðySem því líður er bókin týnd og hefði betur verið send kóngi eða seld Svíum eins og títt var um þessar mundir áður cn Árni Magnússon fór að safna. Vandamál Islendingabókar er annars háttar en um leið skylt höfuðvandamáli Landnámabókar: hversu var háttað efni hinnar upphaflegu Islendingabókar? Um- mæli Ara sjálfs um að hann hafi fellt nið- ur áttartölu (r= ættartölu) og konunga ævi þá er hann skrifaði síðari gerð bókarinnar, hrökkva skammt þegar menn fara að velta fyrir sér hvað í þessum orðum kunni að felast. Jakob Benediktsson gjörir stuttlega grein fyrir hugmyndum fræðimanna um þetta efni, en það er nýjast að danski sagn- fræðingurinn Svend Elleh0j hefur dregið að því ýmsar líkur að konunga ævi hafi verið efnismeira rit en flestir fræðimenn höfðu haldið og að í það hafi bæði íslenzk- ir og norskir sagnaritarar á tólftu og þrett- ándu öld sótt margvíslcgan fróðleik. íslendingabók sýnir glöggt að höfundur- 188
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.