Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 5
Bylting sem ekki sér fyrir endann á hjúpazt eins konar bannhelgi í umræðum sósíalista nú á tímum? August Bebel skrifaði á sínum tíma bókina Die Frau und der Sozialismus (1883), og var hún eitt af undirstöðuritum þýzka Sósíaldemókrataflokksins við upphaf þess- arar aldar. Þar segir á einum stað: „Allir sósíalistar gera sér grein fyrir því, hvernig verkamaðurinn er háður atvinnurekandanum, og þeir eiga erfitt með að skilja, að aðrir, og þá einkum atvinnurekandinn sjálfur, skuli ekki gera sér grein fyrir þessu. En þessir sömu sósíalistar gera sér oftlega ekki grein fyrir því, hvernig konan er háð karlmanninum, vegna þess að hér er á viss- an hátt verið að koma við kvikuna í honum sjálfum." Augljóst er, að þessi viðleitni til að skýra vandamálið á sálfræðilegum og siðferðilegum forsend- um er ófullnægjandi. Hér verður að leggjast dýpra og leita skýringa í þjóð- félagsgerð þeirri, sem mótað hefur ástandið. Ef skoða ætti þetta vandamál út í hörgul, mundi það krefjast yfirgripsmikillar sögulegrar rannsóknar, en slíks er enginn kostur hér. En það má með nokkrum rétti halda því fram, að skýringarinnar á því, hvernig sósíalískum umræðum um það vandamál, sem hér er fjallað um, hefur hnignað, sé ekki einvörðungu að leita í hinni sögu- legu framvindu, heldur öðru fremur í þeirri staðreynd, að sú umræða, sem frumkvöðlar sósíalismans höfðu uppi um efnið í ritum sínum, hvíldi á veik- um forsendum. í hinum merku fræðiritum fyrri aldar var vissulega um efnið fjallað og lögð áherzla á mikilvægi þess, en höfundarnir höfðu ekki fram að færa neina frœðilega lausn á vandanum. Enginn þeirra, sem hefur fjallað um þetta efni síðan, hefur megnað að rjúfa þá sjálfheldu, sem viðfangsefnið þá komst í. Af eldri sósíalískum höfundum var það Fourier, sem var ákafasti og fjöl- orðasti málsvari kvenfrelsis og frjáls kynlífs. Eftirfarandi ummæli hans eru alkunn: „Það má ávallt ráða þær breytingar, er verða kunna á einhverju söguskeiði, af því, hvernig frelsisbaráttu kvenna miðar fram á við, því að sigur mannlegs eðlis á ómannlegri grimmd kemur skýrast í ljós í sambandi konunnar við karlmanninn, í afstöðu hins veikburða gagnvart hinum sterka. Af því, hversu vel konum hefur orðið ágengt að losa sig við þær viðjar, sem þjóðfélagið hefur reyrt þær í, má nokkuð ráða um það, hve frelsi manna al- mennt er víðtækt í því sama þj óðfélagi.“1 Marx vitnaði með velþóknun til þessara ummæla í riti sínu Die heilige Familie. En eins og vænta mátti í þessu æskuverki hans, lagði hann í þau altækari og heimspekilegri skilning. Marx leit ekki á frelsun konunnar einungis sem frelsi, er fæli í sér aukinn mann- 1 Charles Fourier: Théorie des Quatre Mouvements, í Oeuvres Complétes (1841). Til vitnun í Karl Marx: Die heilige FamiUe (1845). 195
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.