Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 5
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
hjúpazt eins konar bannhelgi í umræðum sósíalista nú á tímum? August Bebel
skrifaði á sínum tíma bókina Die Frau und der Sozialismus (1883), og var
hún eitt af undirstöðuritum þýzka Sósíaldemókrataflokksins við upphaf þess-
arar aldar. Þar segir á einum stað: „Allir sósíalistar gera sér grein fyrir því,
hvernig verkamaðurinn er háður atvinnurekandanum, og þeir eiga erfitt með
að skilja, að aðrir, og þá einkum atvinnurekandinn sjálfur, skuli ekki gera
sér grein fyrir þessu. En þessir sömu sósíalistar gera sér oftlega ekki grein
fyrir því, hvernig konan er háð karlmanninum, vegna þess að hér er á viss-
an hátt verið að koma við kvikuna í honum sjálfum." Augljóst er, að þessi
viðleitni til að skýra vandamálið á sálfræðilegum og siðferðilegum forsend-
um er ófullnægjandi. Hér verður að leggjast dýpra og leita skýringa í þjóð-
félagsgerð þeirri, sem mótað hefur ástandið. Ef skoða ætti þetta vandamál
út í hörgul, mundi það krefjast yfirgripsmikillar sögulegrar rannsóknar, en
slíks er enginn kostur hér. En það má með nokkrum rétti halda því fram, að
skýringarinnar á því, hvernig sósíalískum umræðum um það vandamál, sem
hér er fjallað um, hefur hnignað, sé ekki einvörðungu að leita í hinni sögu-
legu framvindu, heldur öðru fremur í þeirri staðreynd, að sú umræða, sem
frumkvöðlar sósíalismans höfðu uppi um efnið í ritum sínum, hvíldi á veik-
um forsendum. í hinum merku fræðiritum fyrri aldar var vissulega um efnið
fjallað og lögð áherzla á mikilvægi þess, en höfundarnir höfðu ekki fram að
færa neina frœðilega lausn á vandanum. Enginn þeirra, sem hefur fjallað um
þetta efni síðan, hefur megnað að rjúfa þá sjálfheldu, sem viðfangsefnið þá
komst í.
Af eldri sósíalískum höfundum var það Fourier, sem var ákafasti og fjöl-
orðasti málsvari kvenfrelsis og frjáls kynlífs. Eftirfarandi ummæli hans eru
alkunn: „Það má ávallt ráða þær breytingar, er verða kunna á einhverju
söguskeiði, af því, hvernig frelsisbaráttu kvenna miðar fram á við, því að
sigur mannlegs eðlis á ómannlegri grimmd kemur skýrast í ljós í sambandi
konunnar við karlmanninn, í afstöðu hins veikburða gagnvart hinum sterka.
Af því, hversu vel konum hefur orðið ágengt að losa sig við þær viðjar, sem
þjóðfélagið hefur reyrt þær í, má nokkuð ráða um það, hve frelsi manna al-
mennt er víðtækt í því sama þj óðfélagi.“1 Marx vitnaði með velþóknun til
þessara ummæla í riti sínu Die heilige Familie. En eins og vænta mátti í þessu
æskuverki hans, lagði hann í þau altækari og heimspekilegri skilning. Marx
leit ekki á frelsun konunnar einungis sem frelsi, er fæli í sér aukinn mann-
1 Charles Fourier: Théorie des Quatre Mouvements, í Oeuvres Complétes (1841). Til
vitnun í Karl Marx: Die heilige FamiUe (1845).
195