Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 12
Tímarit Máls og menningar að flytja nokkrar almennar hugleiðingar um hin margvíslegu hlutverk kvenna og tengsl þeirra innbyrðis. Framleiðslan Allt frá upphafi vega hefur hinn líffræðilegi mismunur kynjanna og verka- skipting þeirra virzt tengd órjúfanlegum höndum. Konur eru aflminni og smærri en karlar og líkamsgerð þeirra, ásamt ýmsum sálrænum og líffræði- legum efnaferlum, virðist með þeim hætti, að þær af þeim sökum dugi síður til starfa en karlar. Á það er jafnan lögð áherzla, hvernig yfirburða líkams- kraftar karlmannsins gerðu honum kleift að sigrast á erfiðleikum umhverfis- ins meðan konunni var þetta fyrirmunað. Það, sem hér er sagt, gildir að vísu einkum um hin elztu tímaskeið mannkynssögunnar. Eftir að konunni hafði einu sinni verið lögð á herðar sú þjónustukvöð að gegna eins konar varðveizluhlutverki, á sama tíma og karlmaðurinn var landnemi í skapandi starfi, var henni markaður hás til frambúðar. Hlutskipti hennar varð ná- tengt fyribærum, sem njóta verndar: einkaeigninni og börnunum. Allir þeir sósíalistar, sem nefndir hafa verið hér að framan og um efnið hafa fjallað — Marx, Engels, Bebel og de Beauvoir, líta svo á, að upphaf og viðhald undir- okunarinnar á konunni megi tengja tilkomu einkaeignarréttarins, en þá þegar var ljóst orðið, að konur væru síður til líkamlegrar erfiðisvinnu fallnar en karlar sakir minni líkamsburða. En veikari líkamsburðir konunnar hafa þó aldrei orðið þess valdandi, að hún hafi ekki gengið að störfum (og hér er uppeldi barna alls ekki haft í huga sérstaklega); það á einungis við um á- kveðin störf, að konur hafi ekki stundað þau, og þetta gildir um tiltekin þjóðfélög. Sú hefur verið raunin meðal frumstæðra þjóða og í menningar- ríkjum fornaldar, í þjóðfélögum Austurlanda jafnt og í evrópsku miðalda- þjóðfélagi og enn undir hagkerfi kapítalismans, að konur hafa ætíð innt af hendi verulegan fjölda starfa (og er hér alls ekki tekið djúpt í árinni). Vand- inn er aðeins að kveða á um, hvers kyns störf hér er um að tefla. Jafnvel á okkar dögum eru heimilisstörf geysi tímafrek og umfangsmikil, séu þau mæld á sama kvarða og störf í atvinnulífinu. Allavega er óhætt að staðhæfa, að það er ekki líkamsbygging kvenna, sem ræður því, hvort þeim skuli ein- vörðungu eða að mestu leyti markað starfssvið ambáttar í heimahúsum. í mörgum akuryrkjusamfélögum hafa konurnar unnið að jarðræktinni til j afns við karlmenn og stundum meira en þeir. 202
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.