Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 12
Tímarit Máls og menningar
að flytja nokkrar almennar hugleiðingar um hin margvíslegu hlutverk
kvenna og tengsl þeirra innbyrðis.
Framleiðslan
Allt frá upphafi vega hefur hinn líffræðilegi mismunur kynjanna og verka-
skipting þeirra virzt tengd órjúfanlegum höndum. Konur eru aflminni og
smærri en karlar og líkamsgerð þeirra, ásamt ýmsum sálrænum og líffræði-
legum efnaferlum, virðist með þeim hætti, að þær af þeim sökum dugi síður
til starfa en karlar. Á það er jafnan lögð áherzla, hvernig yfirburða líkams-
kraftar karlmannsins gerðu honum kleift að sigrast á erfiðleikum umhverfis-
ins meðan konunni var þetta fyrirmunað. Það, sem hér er sagt, gildir að
vísu einkum um hin elztu tímaskeið mannkynssögunnar. Eftir að konunni
hafði einu sinni verið lögð á herðar sú þjónustukvöð að gegna eins konar
varðveizluhlutverki, á sama tíma og karlmaðurinn var landnemi í skapandi
starfi, var henni markaður hás til frambúðar. Hlutskipti hennar varð ná-
tengt fyribærum, sem njóta verndar: einkaeigninni og börnunum. Allir þeir
sósíalistar, sem nefndir hafa verið hér að framan og um efnið hafa fjallað —
Marx, Engels, Bebel og de Beauvoir, líta svo á, að upphaf og viðhald undir-
okunarinnar á konunni megi tengja tilkomu einkaeignarréttarins, en þá þegar
var ljóst orðið, að konur væru síður til líkamlegrar erfiðisvinnu fallnar en
karlar sakir minni líkamsburða. En veikari líkamsburðir konunnar hafa þó
aldrei orðið þess valdandi, að hún hafi ekki gengið að störfum (og hér er
uppeldi barna alls ekki haft í huga sérstaklega); það á einungis við um á-
kveðin störf, að konur hafi ekki stundað þau, og þetta gildir um tiltekin
þjóðfélög. Sú hefur verið raunin meðal frumstæðra þjóða og í menningar-
ríkjum fornaldar, í þjóðfélögum Austurlanda jafnt og í evrópsku miðalda-
þjóðfélagi og enn undir hagkerfi kapítalismans, að konur hafa ætíð innt af
hendi verulegan fjölda starfa (og er hér alls ekki tekið djúpt í árinni). Vand-
inn er aðeins að kveða á um, hvers kyns störf hér er um að tefla. Jafnvel á
okkar dögum eru heimilisstörf geysi tímafrek og umfangsmikil, séu þau
mæld á sama kvarða og störf í atvinnulífinu. Allavega er óhætt að staðhæfa,
að það er ekki líkamsbygging kvenna, sem ræður því, hvort þeim skuli ein-
vörðungu eða að mestu leyti markað starfssvið ambáttar í heimahúsum. í
mörgum akuryrkjusamfélögum hafa konurnar unnið að jarðræktinni til
j afns við karlmenn og stundum meira en þeir.
202