Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 15
Bylting sem ekki sér fyrir endann á ursskeiðum eiga aðild að hinum starfandi hópi í þjóðfélaginu og allar ytri aðstœður eru hagstœðar. Þetta snýst þó upp í ranghverfu sína og tekur á sig mynd illkynjaðrar spillingar og þrældóms innan vébanda hinna sjálf- sprottnu og harðýðgislegu framleiðsluhátta kapítalismans, þar sem verka- maðurinn er skilyrtur af framleiðsluferlinu í stað þess að vera herra þess."1 Tilkoma iðnverkafólks sem stéttar og tilkoma sjálfvirkni í framleiðslu veitir hvort tveggja fyrirheit um að konur muni öðlast frelsi til jafns við karla — en hér er aðeins um fyrirheit að ræða. Á því leikur enginn minnsti vafi, að konan hefur ekki enn öðlazt frelsi í þeim skilningi, sem hér er átt við, þrátt fyrir alla iðnvæðingu, og gildir þetta jafnt um lönd í austri sem vestri. Það er rétt, að á Vesturlöndum flykktust konur um eitt skeið til þátttöku og starfa í ört vaxandi iðnaði þessara landa, en brátt komst á eins konar jafnvægi í þessum efnum og síð- ustu áratugi hefur konum við iðnaðarstörf fjölgað mjög óverulega. De Beauvoir vonaði, að sjálfvirknin myndi skipta algerlega sköpum í þessu efni með því að jafna til fulls aðstöðumun kynjanna að því er varðaði lík- amsburði. En setji maður traust sitt á slíkar vonir, ætlar maður tækninni sem slíkri sjálfstætt hlutverk, og fær það engan veginn staðizt sé málið skoðað í ljósi sögunnar. Afleiðingar sjálfvirkni í kapítalísku þjóðfélagi gætu hugs- anlega orðið þær, að þeim færi stöðugt fjölgandi, sem misstu atvinnu sína vegna þess að „kerfið“ þyrfti ekki lengur á þeim að halda. Slík þróun myndi bitna á konum öðrum fremur, af því að þær urðu seinni til þátttöku í atvinnu- lífinu en karlar og eiga sér þar ekki eins traustan sess, en þessi þróun væri ekki öndverð þeirri hugmyndafræði, sem hið borgaralega þjóðfélag hvílir á. Mætti þá segja um hlutdeild kvenna í atvinnulífinu, að lítið var en lokið er. Tæknilegir þættir þessa máls lúta þeim lögmálum, sem samfélagsgerðin setur þeim, og það mun mestu ráða um framtíðarstöðu kvenna í atvinnulegum efn- um. Þótt við vísum til þess, að konur hafi veikari líkamsburði en karlar, gefur það, ekki fremur nú en áður, neina viðhlítandi skýringu á því, hvers vegna konur sitja ekki við sama borð og karlar í atvinnulegum efnum. Nauðungin er vægari en áður var, því að hún hefur þokað fyrir ákveðinni hugmynda- fræði, sem bæði kynin aðhyllast. í athugasemdum, sem Viola Klein gerði við niðurstöður skoðanakönnunar, sem hún framkvæmdi meðal kvenna, er vinna utan heimilis, komst hún m. a. svo að orði: „í svörum kvennanna við spurningum okkar vottar hvergi fyrir þeirri afstöðu, að konum beri jafn- 1 Karl Marx: Das Kapital /. 205
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.