Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 16
Tímarit Máts og menningar
rétti við karla, hvorki að það komi fram berum orðum eða á annan hátt;
viðhorfin bera jafnan með sér, að það sé engan veginn sjálfsagt að konur
hafi „rétt til starfs“.“ Ef konum er meinuð þátttaka í framleiðslustarfseminni
eða þær kjósa sér sjálfar það hlutskipti að standa utan við hana, mun þeim
ekki einu sinni takast að skapa sjálfar frumforsendurnar fyrir frelsun sinni.
Æxlunin
Sú staðreynd, að konur liafa á liðnum öldum komið lítt við sögu sjálfrar
framleiðslustarfseminnar, á ekki aðeins rót sína að rekja til veikra líkams-
burða og þeirrar nauðungar, sem þær hafa verið beittar, heldur kemur hér
einnig til það hlutverk, er þær gegna varðandi æxlunina. Konurnar ganga með
börnin og ala þau í heiminn, og þetta gerir það að verkum, að þær verða að
taka sér leyfi frá störfum öðru hverju, en hér er þó ekki um neitt úrslitaatriði
að ræða. Nær lagi væri að segja, að í kapítalískum þjóðfélögum að minnsta
kosti, felist í þætti konunnar í æxluninni eins konar óhlutkennd samsvörun
við það hlutverk, sem karlmaðurinn gegnir í framleiðslustarfinu. Samkvæmt
hinum almennu hugmyndum á eðlileg köllun kvenna að vera í því fólgin að
ala börn, annast uppeldi þeirra og sjá um heimilið. Skoðun þessi hefur orðið
rótgróin, vegna þess að svo hefur virzt sem fjölskyldan sé alltaf undirstöðu-
eining í mannlegu samfélagi. Á því leikur enginn vafi, að marxistar hafa í
skrifum sínum um þetta efni tekið of létt á þeim vanda, sem sprettur af
þessu atriði. Engum hefur tekizt að gæða vígorðið um „afnám“ f j ölskyldunn-
ar neinu raunhæfu inntaki og er það glöggt til vitnis um þann vanda, sem
við er að glíma, auk þess sem það sýnir merkingarleysi hugtaksins. Það
tómarúm, sem þannig hefur skapazt, hafa svo Townsend og hans nótar fyllt
með hefðbundnum viðhorfum á borð við þau, sem getið var hér að framan.
Það er altæk og ótímabundin líffræðileg staðreynd, að konan gengur með
og elur börnin. Af þessu leiðir eðli málsins samkvæmt, að ekki virðist unnt
að beita hinni sögulegu rannsóknaraðferð marxismans á þetta fyribæri. Það
hefur svo aftur augljóslega í för með sér, að fjölskyldan muni sem slík verða
til alltaf og alls staðar, jafnfvel þótt hún taki á sig ýmsar myndir. Ef menn
viðurkenna þennan skilning, leiðir slík afstaða óhj ákvæmilega til þess, að þeir
hinir sömu verða að játa því, að hinni þj óðfélagslegu undirgefnisstöðu
kvenna verði ekki breytt, af því að hún stjórnist af staðreyndum lífsins. Má
þá einu gilda, þó að á það sé lögð tilhlýðileg áherzla, að konunni sé sómi að
sínu hlutskipti, þótt það sé af öðrum toga en hlutur karlmannsins (varð-
206