Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 24
Tímarit Máls og menningar
fyrir því að kynlífið verði raunverulega losað úr þeim viðjum, sem það er í,
í þeim tvíþætta skilningi að á þessu sviði ríki jafnræði og frelsi, en þetta
tvennt er einmitt inntak sósíalisma.
Sýna má fram á, að þróun sú, sem vikið var að hér að framan, hefur gerzt
í raun og veru. Þetta er hægt með því að skoða, hvernig hin „tilfinningalega
afstaða“ hefur breytzt. Það var ekki fyrr en á 12. öld, að tilbeiðsla ástarinnar
upphófst sem andsvar við hinum lögbundnu hjúskaparformum, og leiddi
jafnframt af sér aukna upphafningu kvenna (riddaraástir). Inntak þessarar
tilbeiðslu ástarinnar varð, er fram liðu stundir, óljósara og tengdist loks
hjónabandinu sem slíku. Hið borgaralega hjónaband (byggt á rómantískri
ást) átti að felast í lífstíðarsambúð, sem grundvallaðist á frjálsu vali. Eftir-
tektarverðasta atriði þessa máls er, að einkvænisskipulagi var komið á hér á
Vesturlöndum mörgum öldum áður en hugtakið ást hlaut nokkra þýðingu.
Upp frá því hefur samfélagið haft þá afstöðu, að þetta tvennt eigi að heyra
saman, en aldrei hefur með öllu tekizt að eyða þeirri spennu, sem þarna er á
milli. Hér er um fullkomnar andstæður að ræða; annars vegar „hjónaband-
ið“, sem stofnað er til að yfirlögðu ráði með hjúskaparsáttmála og svo á hinn
bóginn „ástina“, þá sjálfsprottnu tilfinningu, sem lýtur sínum eigin lögmál-
um; menn hafa einmitt vegsamað ástina öðru fremur fyrir það, að ekkert
stenzt fyrir henni, ekki einu sinni vilji mannsins. Dagleg reynsla okkar bend-
ir til þess, að sú skoðun að menn verði ástfangnir aðeins einu sinni á æv-
inni, hafi við lítil rök að styðjast, en einmitt þessi skoðun liggur til grund-
vallar því sjónarmiði, að ástin geti orðið hluti af samningi, sem menn gang-
ast undir að yfirlögðu ráði. Þegar slakað hefur verið á þeim sálrænu og
hugmyndafræðilegu hömlum, sem umlykja kynlífið og halda því í viðjum,
mun þetta verða öllum ljóst.
Augljóst er, að stærsta skarðið, sem rofið hefur verið í hinn hefðbundna
múr í kynferðismálum, er fólgið í því, að kynmök fyrir hjónaband eru orðin
almennari en áður. í rauninni ríkir það viðhorf í borgaralegu nútímasam-
félagi, að slíkt sé sjálfsagt og eðlilegt. En þetta sama samfélag hefur allt aðra
hugmyndafræðilega afstöðu, þegar hjónabandið á í hlut; makinn á aðeins að
vera einn, og sambúð aðilanna á að vara ævilangt. Menn virðast ekki hafa
gert sér ljósa grein fyrir því, að hin nýju viðhorf til kynmaka fyrir hjónahand
kippa grundvellinum undan ofangreindum hugmyndum um hjónabandið.
Þessi staðreynd kemur mjög skýrt fram í nýlegu bandarísku safnriti, sem
nefnist The Family and the Sexual Revolution: „Um kynmök utan hjónabands
er það að segja, að andófsmennirnir gegn frjálsræði í kynferðismálum hafa
214