Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 24
Tímarit Máls og menningar fyrir því að kynlífið verði raunverulega losað úr þeim viðjum, sem það er í, í þeim tvíþætta skilningi að á þessu sviði ríki jafnræði og frelsi, en þetta tvennt er einmitt inntak sósíalisma. Sýna má fram á, að þróun sú, sem vikið var að hér að framan, hefur gerzt í raun og veru. Þetta er hægt með því að skoða, hvernig hin „tilfinningalega afstaða“ hefur breytzt. Það var ekki fyrr en á 12. öld, að tilbeiðsla ástarinnar upphófst sem andsvar við hinum lögbundnu hjúskaparformum, og leiddi jafnframt af sér aukna upphafningu kvenna (riddaraástir). Inntak þessarar tilbeiðslu ástarinnar varð, er fram liðu stundir, óljósara og tengdist loks hjónabandinu sem slíku. Hið borgaralega hjónaband (byggt á rómantískri ást) átti að felast í lífstíðarsambúð, sem grundvallaðist á frjálsu vali. Eftir- tektarverðasta atriði þessa máls er, að einkvænisskipulagi var komið á hér á Vesturlöndum mörgum öldum áður en hugtakið ást hlaut nokkra þýðingu. Upp frá því hefur samfélagið haft þá afstöðu, að þetta tvennt eigi að heyra saman, en aldrei hefur með öllu tekizt að eyða þeirri spennu, sem þarna er á milli. Hér er um fullkomnar andstæður að ræða; annars vegar „hjónaband- ið“, sem stofnað er til að yfirlögðu ráði með hjúskaparsáttmála og svo á hinn bóginn „ástina“, þá sjálfsprottnu tilfinningu, sem lýtur sínum eigin lögmál- um; menn hafa einmitt vegsamað ástina öðru fremur fyrir það, að ekkert stenzt fyrir henni, ekki einu sinni vilji mannsins. Dagleg reynsla okkar bend- ir til þess, að sú skoðun að menn verði ástfangnir aðeins einu sinni á æv- inni, hafi við lítil rök að styðjast, en einmitt þessi skoðun liggur til grund- vallar því sjónarmiði, að ástin geti orðið hluti af samningi, sem menn gang- ast undir að yfirlögðu ráði. Þegar slakað hefur verið á þeim sálrænu og hugmyndafræðilegu hömlum, sem umlykja kynlífið og halda því í viðjum, mun þetta verða öllum ljóst. Augljóst er, að stærsta skarðið, sem rofið hefur verið í hinn hefðbundna múr í kynferðismálum, er fólgið í því, að kynmök fyrir hjónaband eru orðin almennari en áður. í rauninni ríkir það viðhorf í borgaralegu nútímasam- félagi, að slíkt sé sjálfsagt og eðlilegt. En þetta sama samfélag hefur allt aðra hugmyndafræðilega afstöðu, þegar hjónabandið á í hlut; makinn á aðeins að vera einn, og sambúð aðilanna á að vara ævilangt. Menn virðast ekki hafa gert sér ljósa grein fyrir því, að hin nýju viðhorf til kynmaka fyrir hjónahand kippa grundvellinum undan ofangreindum hugmyndum um hjónabandið. Þessi staðreynd kemur mjög skýrt fram í nýlegu bandarísku safnriti, sem nefnist The Family and the Sexual Revolution: „Um kynmök utan hjónabands er það að segja, að andófsmennirnir gegn frjálsræði í kynferðismálum hafa 214
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.