Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 28
Timarit Máls og menningar á þessu sviði markast af rannsóknum Freuds á hinu frumbernska kynlífi. Klein gekk síðan feti framar með rannsóknum sínum á lífi barna fyrsta ævi- árið. Niðurstöður þessara og annarra áþekkra rannsókna hafa haft í för með sér, að núna vitum við meira en nokkru sinni áður um það, hversu næmur og viðkvæmur hver einstaklingur er á tímabilinu frá fæðingu fram á bernskuár. Það ræðst að miklu leyti á fyrstu mánuðum ævinnar, hvernig skapgerð hvers einstaklings verður háttað á fullorðinsárum. Til þess að því megi treysta, að skapgerð einstaklingsins verði traust og heilsteypt, þurfa þeir úr hópi hinna fullorðnu, sem annast félagsmótun barnsins, að sýna því frábæra umönnun og skilning, auk þess sem hér þarf að vera um sömu per- sónu að ræða um langan tíma. Það, sem þannig hefur ótvírætt áunnizt, að því er varðar vísindalega þekk- ingu á bernskunni, hefur af mörgum verið notað sem rök fyrir þeirri stað- hæfingu, að móðurskyldurnar hljóti að vera meginviðfangsefni konunnar. Þessar staðhæfingar hafa orðið háværari samtímis því að hin hefðbundna fjölskylda hefur meir og meir verið að ganga sér til húðar. Því hefur verið yfir lýst af Bowlby, sem rannsakaði börn, sem flutt voru frá mæðrum sínum af öryggisástæðum í heimsstyrj öldinni síðari, að „andleg heilbrigði barna sé öðru fremur því háð, að ungbörn og börn á bernskuskeiði fari ekki á mis við þá hlýju, sem er samfara stöðugu og nánu sambandi móður við barn.“ Síðar hafa æði margir látið orð falla eitthvað á sömu leið. Þungamiðjan í hug- myndafræðilegri vegsömun fjölskylduskipanarinnar hefur flutzt til. Áður beindist hún að því að vegsama hlutskipti móðurinnar vegna þeirrar líffræði- legu eldraunar, sem hún verður að ganga í gegnum (það eru þjáningarnar við barnsburðinn, sem gera barnið að svo dýru hnossi o. s. frv.), en nú lof- syngja menn móðurhlutverkið sem félagslega skyldukvöð. Oft tekur þetta lof á sig hástemmda og um leið hálfspaugilega mynd: „í vitund móðurinnar verð- ur það að gefa barninu brjóst með nokkrum hætti fullgild skapandi athöfn. Þessi athöfn veitir henni dýpri fullkomnunarkennd og gefur henni hlutdeild í samlifun með annarri lífveru, og þessi samlifun kemst nær fullkomnun en nokkuð annað, sem kona getur vænzt að njóta ... Þó er það svo, að sjálfur barnsburðurinn fullnægir engan veginn þessari djúpu þörf og þrá . .. Það verður henni lífið sjálft að vera móðir. Við slíkar aðstæður á konan þess kost að vera algerlega hún sjálf; hún getur látið öðrum í té ástúð, vernd og þá takmarkalausu umhyggju, sem mæðrum einum er lagið."1 Endurtekning- 1 Betty Ann Countrywoman í Redbook (júní 1960). 218
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.