Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 30
Tímarit Máls og menningar svo sterkt að orði um börn eldri en fjögurra ára, að hann segir „algeran að- skilnað barns frá móður óhjákvæmilegan, ef tryggja á frelsi beggja aðila11).1 Áðurnefndur möguleiki leiðir hins vegar í ljós, að fjölmargar aðferðir til félagsmótunar virðast vænlegar til árangurs — og þær þurfa engan veginn að vera í tengslum við kjarnafjölskylduna né heldur kynforeldrana. Ályktnnarorð Niðurstaða undanfarandi hugleiðinga er, að konur geti því aðeins öðlazt frelsi, að gagngerðar breytingar verði á öllum þeim fjórum afbrigðum fé- lagslegra tengsla, sem ákvarða þjóðfélagslega stöðu þeirra. Jafnvel þótt til- teknar úrbætur séu gerðar á einhverju einstöku sviði, er ekkert hægara en að herða tölcin annars staðar, og hvert er þá orðið okkar starf? Hið eina, sem gerist, er, að nýjar yfirdrottnunarafstæður skapast. Um þetta her saga síð- ustu sextíu ára órækt vitni. Við upphaf þessarar aldar háði herská kvenrétt- indahreyfing í Bandaríkjunum og Englandi baráttu fyrir kosningarétti kvenna og í þeim átökum, sem af þessu leiddi, veittist kvenréttindahreyfingin enn harkalegar að máttarstoðum hins borgaralega þjóðfélags en verkalýðs- hreyfingin gerði. Þessi stjórnmálaréttindi féllu konum í skaut um síðir. Enda þótt hér væri um að ræða formlega staðfestingu jafnréttis að lögum i borg- aralegu samfélagi, leiddi hún ekki til neinna umtalsverðra breytinga á félags- legri og efnahagslegri stöðu kvenna í samfélaginu. Kosningaréttur kvenna hafði sáralitlar breytingar í för með sér, þegar hann loks var fenginn, því að baráttukonurnar reyndust ófærar um að móta ný baráttumarkmið, og margar úr forystusveit hreyfingarinnar urðu síðar sótsvörtu afturhaldi að bráð. Þróun mála í Rússlandi eftir byltinguna var mjög á annan veg. Á árunum milli 1920—1930 voru í Ráðstjórnarríkjunum samþykkt ýmis lög á sviði fé- lagsmála, sem miðuðu að auknu frelsi konum til handa, einkum í kynferðis- málum. Hvoru hjóna um sig var gert kleift að fá skilnað formálalaust og sér að kostnaðarlausu, en þessi ákvæði gerðu hjónabandið í reynd að marklausri stofnun. Engin börn voru lengur talin óskilgetin og fóstureyðingar voru gefn- ar frjálsar. Eins og vænta mátti urðu afleiðingar þessarar löggjafar næsta afdrifaríkar, einkum að því er varðaði framvindu ýmissa félagsmála og þró- un fólksfjölgunar í landinu. Lögunum var ætlað að gilda í vanþróuðu sam- félagi, þar sem ólæsi var enn útbreitt, en þetta samfélag stefndi samtímis markvisst að örri iðnvæðingu, sem hefur að forsendu háa fæðingartölu. Stal- inisminn leiddi brátt til þess, að járnagi fyrri tíma hélt á nýjan leik innreið 1 Jean Baby: Un Monde Meilleur (1964). 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.