Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 31
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
sína á þessu sviði. Erfðaréttur var endurvakinn, mönnum var gert ókleift að
fá skilnað og lögbann lagt við fóstureyðingum. „Ríkið fær ekki staðizt, nema
fjölskyldunnar njóti við. Hjónabandið hefur því aðeins jákvætt gildi fyrir
hin sósíalísku Ráðstjórnarríki, að hjúskaparaðilarnir líti á það sem lífstíð-
arsambúð. Svokallaðar frjálsar ástir eru uppáfinning borgarastéttarinnar og
það fyrirbæri á ekkert skylt við lífsviðhorf þegna Ráðstjórnarríkjanna. Enn-
fremur er þess að gæta, að hjúskapur hlýtur þá fyrst fullt gildi fyrir ríkið,
þegar hjón eignast börn og þau verða aðnjótandi þeirrar reynslu að verða
foreldrar, en því fylgir meiri hamingjukennd en nokkru öðru, sem fólk lifir.“
Ofanskráð tilvitnun er tekin úr opinberu málgagni sovézka dómsmálaráðu-
neytisins, og er hún frá 1939. Konur héldu eftir sem áður bæði rétti og skyldu
til starfs utan heimilis, en sá ávinningur, sem þetta fól í sér, hafði ekki verið
aðlagaður hinni upphaflegu viðleitni til að afnema fj ölskyldukerfið sem
slíkt og koma á frjálsræði á sviði kynlífsins. Einmitt þess vegna hafa konur
ekki öðlazt neitt eiginlegt frelsi. Við verðum þessi árin vitni að því, hvernig
enn einn flötur þessa máls birtist skýrt í kínversku þjóðlífi. Kínverska bylt-
ingin er nú stödd á svipuðu stigi og sú rússneska, þegar söðlað var um þar í
landi. í Kína er allt kapp lagt á að tryggja konum frelsi til þátttöku í atvinnu-
lífinu. Þessi stefna hefur orðið til þess að efla þjóðfélagsstöðu kvenna stór-
kostlega. En jafnhliða þessu hefur kynlífinu verið sniðinn óheyrilega þröng-
ur stakkur og hafður uppi einstrengingslegur áróður fyrir hreinlífi (þessa
gætir mjög á opinberum vettvangi núna). Þessi afstaða opinberra aðila mót-
ast ekki bara af þeirri þörf, sem er á að fá konur til fjöldaþátttöku í atvinnu-
lífinu, heldur felst einnig í henni djúpstætt menningarlegt uppgjör við sið-
spillinguna og vændið, sem ríkti í Kína í tíð keisarastjórnarinnar og á valda-
tíma Kuomingtangflokksins (það ástand, sem þá ríkti í Kína, átti sér enga
hliðstæðu í Rússlandi fyrir byltinguna). Konur áttu við feikilega áþján að
búa í Kína innan ramma hins gamla þj óðskipulags, og einmitt þess vegna
var hlutdeild kvenna í kínversku byltingunni með eindæmum mikil úti í
sveitaþorpunum. Hvað sjálfa æxlunina snertir, hafa Kínverjar ekki tekið
eftir Sovétmönnum þá dýrkun á móðurinni og móðurhlutverkinu, sem þar
var höfð á oddinum á árunum frá 1930—1950, en til að skýra þá ólíku af-
stöðu nægir að benda á núverandi íbúafjölda Kína. Raunar bendir margt
til þess, að Kina verði eitthvert fyrsta ríkið í heimi, þar sem hið opinbera
gefur öllum þegnum ríkisins kost á að notfæra sér viðurkennd hjálpargögn
til að koma í veg fyrir getnað og sú þjónusta verði þeim að kostnaðarlausu.
Samt er hæpið að búast við slíku „stökki fram á við“ meðan iðnþróun
221