Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 34
Tímarit Máls og menningar
félagsleg áhrif hin taumlausa vegsömun á gildi fjölskyldunnar hefur haft. En
nóg um það.
3. Félagsmótunin
Þær breytingar, sem átt hafa sér stað á samsetningu þess hóps, er vinnur í
atvinnulífinu, breytingar á fj ölskyldustærð og á gerð menntakerfisins, hafa
ótvírætt dregið mjög úr mikilvægi fjölskyldunnar og félagsmótandi hlut-
verki hennar, enda þótt áðurnefndar breytingar gangi ærið skammt sé miðað
við ítrustu kröfur. Fjölskyldan gegnir sem skipulagsbundin heild engu veru-
legu hlutverki í hinu pólitíska valdakerfi, hlutdeild hennar í sjálfri fram-
leiðslustarfseminni er skoplítil og fráleitt er að ætla, að ekki sé unnt að að-
laga uppvaxandi kynslóð því þjóðfélagi, sem hún lifir í, nema fyrir milli-
göngu fj ölskyldunnar. Virðist ekki annað sýnna en að hún hafi næsta litlu
hlutverki að gegna.
Þessar aðstæður hafa leitt til þess, að málflutningur manna varðandi ofan-
greind atriði hefur upp á síðkastið einkum hnigið að því að árétta, hve mikla
félagssálfræðilega þýðingu fjölskyldulífið hafi fyrir ungbörn jafnt sem hjón.
Um þetta segir Parsons: „Þróunin virðist stefna í þá átt, að innan tíðar
komist á fastan fót fjölskyldur af nýrri gerð, og þær verði öðruvísi tengdar
þjóðfélagsheildinni en áður hefur verið um fjölskylduna. Fjölskylda af þess-
ari nýju gerð mun hafa afmarkaðra hlutverki að gegna en fjölskyldur hafa
haft áður, en af því leiðir engan veginn, að hlutverkið verði veigaminna, því
að þjóðfélagið mun í enn ríkari mœli en tíðkazt hefur hingað til setja traust
sitt á fjölskylduna varðandi framkvæmd ákveðinna meginþátta.“ Við höfum
áður vikið að því, hve veigamikill sannleikskj arni felst í ábendingunni um
úrslitaáhrif félagsmótunarinnar á harnið. Sósíalistar verða umfram allt að
viðurkenna þessa staðreynd og hafa hana að leiðarljósi við mótun stefnu, sem
leiða á til frelsis konum til handa. Það er allrar athygli vert, að í nýútkomn-
um „framúrstefnuritum“ frá hendi franskra marxista (Baby, Sullerot, Tex-
ier) kemur fram viðurkenning á því, um hve mikilvægt málefni hér er að
ræða. Fyrstu þrjú eða fjögur æviárin þurfa börn á stöðugri og kunnáttusam-
legri umönnun að halda. Ekki þarf að leiða neinum getum að því, að þeir,
sem berjast fyrir því að viðhalda fjölskyldugerðinni óbreyttri, muni draga
fram einmitt þetta atriði til rökstuðnings máli sínu (þetta hefur þegar gerzt),
alveg án tillits til þess að fjölskyldan á greinilega minna hlutverki að gegna
á öðrum sviðum en áður var. Auk þess er augljóst, að öll viðleitni til að beina
starfsorku kvenna einhliða að barnauppeldi, er börnum skaðleg. Félagsmót-
224