Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 34
Tímarit Máls og menningar félagsleg áhrif hin taumlausa vegsömun á gildi fjölskyldunnar hefur haft. En nóg um það. 3. Félagsmótunin Þær breytingar, sem átt hafa sér stað á samsetningu þess hóps, er vinnur í atvinnulífinu, breytingar á fj ölskyldustærð og á gerð menntakerfisins, hafa ótvírætt dregið mjög úr mikilvægi fjölskyldunnar og félagsmótandi hlut- verki hennar, enda þótt áðurnefndar breytingar gangi ærið skammt sé miðað við ítrustu kröfur. Fjölskyldan gegnir sem skipulagsbundin heild engu veru- legu hlutverki í hinu pólitíska valdakerfi, hlutdeild hennar í sjálfri fram- leiðslustarfseminni er skoplítil og fráleitt er að ætla, að ekki sé unnt að að- laga uppvaxandi kynslóð því þjóðfélagi, sem hún lifir í, nema fyrir milli- göngu fj ölskyldunnar. Virðist ekki annað sýnna en að hún hafi næsta litlu hlutverki að gegna. Þessar aðstæður hafa leitt til þess, að málflutningur manna varðandi ofan- greind atriði hefur upp á síðkastið einkum hnigið að því að árétta, hve mikla félagssálfræðilega þýðingu fjölskyldulífið hafi fyrir ungbörn jafnt sem hjón. Um þetta segir Parsons: „Þróunin virðist stefna í þá átt, að innan tíðar komist á fastan fót fjölskyldur af nýrri gerð, og þær verði öðruvísi tengdar þjóðfélagsheildinni en áður hefur verið um fjölskylduna. Fjölskylda af þess- ari nýju gerð mun hafa afmarkaðra hlutverki að gegna en fjölskyldur hafa haft áður, en af því leiðir engan veginn, að hlutverkið verði veigaminna, því að þjóðfélagið mun í enn ríkari mœli en tíðkazt hefur hingað til setja traust sitt á fjölskylduna varðandi framkvæmd ákveðinna meginþátta.“ Við höfum áður vikið að því, hve veigamikill sannleikskj arni felst í ábendingunni um úrslitaáhrif félagsmótunarinnar á harnið. Sósíalistar verða umfram allt að viðurkenna þessa staðreynd og hafa hana að leiðarljósi við mótun stefnu, sem leiða á til frelsis konum til handa. Það er allrar athygli vert, að í nýútkomn- um „framúrstefnuritum“ frá hendi franskra marxista (Baby, Sullerot, Tex- ier) kemur fram viðurkenning á því, um hve mikilvægt málefni hér er að ræða. Fyrstu þrjú eða fjögur æviárin þurfa börn á stöðugri og kunnáttusam- legri umönnun að halda. Ekki þarf að leiða neinum getum að því, að þeir, sem berjast fyrir því að viðhalda fjölskyldugerðinni óbreyttri, muni draga fram einmitt þetta atriði til rökstuðnings máli sínu (þetta hefur þegar gerzt), alveg án tillits til þess að fjölskyldan á greinilega minna hlutverki að gegna á öðrum sviðum en áður var. Auk þess er augljóst, að öll viðleitni til að beina starfsorku kvenna einhliða að barnauppeldi, er börnum skaðleg. Félagsmót- 224
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.