Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 38
Tímarit Máls og menningar
Viljahyggjan lætur hins vegar stjórnast af hálfgerðri óskhyggju og hún
leiðir menn út í að bera fram altækar kröfur: Fjölskylduna á að leysa upp,
afnumdar skulu allar hömlur á sviði kynlífsins og aðskilja skal börn frá for-
eldrum sínum með valdboði. Engin von er til, að kröfur á borð við þessar
hljóti nokkurn umtalsverðan stuðning nú sem stendur. Þær geta einungis
orðið værðarvoð, sem menn hvíla við, í stað þess að takast á við fræðilega
greiningu ástandsins og úrlausn raunhæfra viðfangsefna. Sú herskáa afstaða
og þau einstrengingslegu viðhorf, sem viljahyggjan elur af sér, hljóta eðli
sínu samkvæmt að verða þess valdandi, að viðfangsefnið verður utanveltu í
almennum umræðum um stjórnmál.
Hver er þá hin rétta byltingarsinnaða afstaða til viðfangsefnis okkar? Hún
verður óhj ákvæmilega að fela í sér bæði stefnumótun í dægurmálum og kröf-
ur um grundvallarbreytingar á ríkjandi ástandi. Við verðum að koma fram
með heildstæða ganrýni á öllum þeim félagslegu þáttum, sem ráða stöðu kon-
unnar í þjóðfélaginu, án þess að nokkur þessara þátta gæðist neins konar
blætiseðli í meðförum okkar. Við höfum kynnzt því, hvernig iðnþróun í nú-
tímaþjóðfélagi grefur smátt og smátt undan fjölskyldunni sem samnefnara
fjölþættra mannlegra athafna, mannfjölgunar, félagsmótunar, kynlífs og
framfærslu, svo að nokkuð sé nefnt. Þessi ólíku athafnasvið hafa einangrazt
hvert frá öðru, enda þótt reynt hafi verið að hamla gegn því og dylja, hvert
þróunin hefur stefnt með því að hafa uppi háværan áróður fyrir hinu mikil-
væga hlutverki fjölskyldunnar. Þessi aðgreining athafnasviða, sem hér hefur
verið bent á, verður sá sögulegi grunnur, sem við munum reisa á ítrustu
kröfur okkar, því að einmitt slík aðgreining er mælikvarði á, hvort þjóðfélag
er þróað eða frumstætt (en í frumstæðu þjóðfélagi er allt félagslegt atferli
samtvinnað).
Af framansögðu hlýtur að leiða, að í baráttunni verðum við að hafa á
reiðum höndum samstæðar kröfur, sem taka til allra þátta vandans. Það næg-
ir hvergi nærri að skoða hvern hinna fjögurra þátta, sem ráða stöðu kvenna,
út af fyrir sig. Það eru hin sérstöku tengsl þeirra, sem marka konunni bás
innan kerfisins. Um þessar mundir á fjölskyldan þrídeildu hlutverki að gegna
í borgaralegu þjóðfélagi. Hún á að mynda umgerð um kynlífið, æxlunina og
félagsmótun uppvaxandi kynslóðar (og á þessum sviðum liggur starfsvett-
vangur kvenna), en atvinnulífið er svo hin víðari umgerð um allt þetta (og
þar eiga karlmenn ætt og óðul). Þessa samfélagsgerð má, ef grannt er skoðað,
greinilega rekja til efnahagsafstæðna þjóðfélagsins. Um þessar mundir er
228