Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 40
Tímarit Máls og menningar
Menntakerfið
Hið gegndarlausa misrétti, sem konur eru beittar í atvinnulífinu, á að mestu
rót sína að rekja til aðstæðna, sem liggja utan við atvinnulífið. Verður
menntakerfið þar þyngst á metunum. Baráttan fyrir jafnrétti á vinnumark-
aðinum ætti í Bretlandi að beinast fyrst og fremst að því að krefjast jafn-
réttis innan menntakerfisins, því að núna er það menntakerfið, sem á lang-
mestan þátt í að vinza stúlkur úr til að gegna hinum óæðri störfum í þjóð-
félaginu. Um þessar mundir á það að heita svo, að piltar og stúlkur búi við
jafna námsaðstöðu allt til 15 ára aldurs. í hópi þeirra, sem halda áfram
námi eftir þann aldur, eru piltar þrefalt fleiri en stúlkur, og þær eru einungis
fjórðungur háskólastúdenta. Ekkert bendir til, að þær séu að bæta hlut sinn
að þessu leyti. Hlutfallstala stúlkna af heildartölu háskólastúdenta hefur ekki
breytzt frá því, sem var á árunum milli 1920—1930. Konur munu ekki öðl-
ast jafnrétti við karla á vinnumarkaðinum, fyrr en þetta misrétti hefur ver-
ið leiðrétt. Óþarft er að taka fram, að ekki dugar að breyta útvalningarkerf-
inu einu saman, heldur þarf sjálft inntak menntunarinnar að breytast, en hún
hefur í reynd innrætt stúlkunum að gæta þess að setja ekki markið of hátt í
þeim efnum. Um þessar mundir gegnir menntakerfið líklega lykilhlutverki að
því er varðar möguleikana á að ná skjótum árangri í jafnréttisbaráttu kvenna
á sviði atvinnulífsins.
Því aðeins að jafnrétti ríki í atvinnulífinu verður hægt að gera fram-
leiðslustarfsemina óháða æxluninni og fj ölskyldunni. En til þess að þetta geti
gerzt, verður jafnframt að fá framgengt ýmsum kröfum, sem ekki eru af
efnahagslegum toga. Það verður að tryggja, að ekki sé reynt með þvingun-
um að njörva saman æxlun, kynlíf og félagsmótun. Stjórnmálahreyfing sósí-
alista hefur frá fornu fari haft uppi þá kröfu, að hin „borgaralega fjölskylda
skuli leyst upp“. Þessu vígorði hljótum við að vísa á bug núna, vegna þess
að það geymir hreina merkingarleysu. Það krefst alls, sem í þessu tilviki þýð-
ir að krefjast nálega einskis, og krafan, sem það ber fram, felur ekkert í sér
nema neikvæði, því að ekki er reynt að setja fram neina samfellda hugmynd
um, hvað komið geti í staðinn. Veikleiki kröfunnar, sem í vígorðinu felst,
kemur glöggt í Ijós, ef við berum þessa kröfu saman við kröfuna um afnám
einkaeignarréttar á framleiðslutækjunum, en afneitun einkaeignarréttarins
bendir í sjálfri sér fram til þess, sem koma á í staðinn, félagslegs eignarhalds.
Ástæðan fyrir því, að viðhorf sósíalista til fjölskyldunnar stóð allt frá upp-
hafi völtum fótum, var að aldrei var gerð nein úttekt á fj ölskyldunni í þeim
230