Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 40
Tímarit Máls og menningar Menntakerfið Hið gegndarlausa misrétti, sem konur eru beittar í atvinnulífinu, á að mestu rót sína að rekja til aðstæðna, sem liggja utan við atvinnulífið. Verður menntakerfið þar þyngst á metunum. Baráttan fyrir jafnrétti á vinnumark- aðinum ætti í Bretlandi að beinast fyrst og fremst að því að krefjast jafn- réttis innan menntakerfisins, því að núna er það menntakerfið, sem á lang- mestan þátt í að vinza stúlkur úr til að gegna hinum óæðri störfum í þjóð- félaginu. Um þessar mundir á það að heita svo, að piltar og stúlkur búi við jafna námsaðstöðu allt til 15 ára aldurs. í hópi þeirra, sem halda áfram námi eftir þann aldur, eru piltar þrefalt fleiri en stúlkur, og þær eru einungis fjórðungur háskólastúdenta. Ekkert bendir til, að þær séu að bæta hlut sinn að þessu leyti. Hlutfallstala stúlkna af heildartölu háskólastúdenta hefur ekki breytzt frá því, sem var á árunum milli 1920—1930. Konur munu ekki öðl- ast jafnrétti við karla á vinnumarkaðinum, fyrr en þetta misrétti hefur ver- ið leiðrétt. Óþarft er að taka fram, að ekki dugar að breyta útvalningarkerf- inu einu saman, heldur þarf sjálft inntak menntunarinnar að breytast, en hún hefur í reynd innrætt stúlkunum að gæta þess að setja ekki markið of hátt í þeim efnum. Um þessar mundir gegnir menntakerfið líklega lykilhlutverki að því er varðar möguleikana á að ná skjótum árangri í jafnréttisbaráttu kvenna á sviði atvinnulífsins. Því aðeins að jafnrétti ríki í atvinnulífinu verður hægt að gera fram- leiðslustarfsemina óháða æxluninni og fj ölskyldunni. En til þess að þetta geti gerzt, verður jafnframt að fá framgengt ýmsum kröfum, sem ekki eru af efnahagslegum toga. Það verður að tryggja, að ekki sé reynt með þvingun- um að njörva saman æxlun, kynlíf og félagsmótun. Stjórnmálahreyfing sósí- alista hefur frá fornu fari haft uppi þá kröfu, að hin „borgaralega fjölskylda skuli leyst upp“. Þessu vígorði hljótum við að vísa á bug núna, vegna þess að það geymir hreina merkingarleysu. Það krefst alls, sem í þessu tilviki þýð- ir að krefjast nálega einskis, og krafan, sem það ber fram, felur ekkert í sér nema neikvæði, því að ekki er reynt að setja fram neina samfellda hugmynd um, hvað komið geti í staðinn. Veikleiki kröfunnar, sem í vígorðinu felst, kemur glöggt í Ijós, ef við berum þessa kröfu saman við kröfuna um afnám einkaeignarréttar á framleiðslutækjunum, en afneitun einkaeignarréttarins bendir í sjálfri sér fram til þess, sem koma á í staðinn, félagslegs eignarhalds. Ástæðan fyrir því, að viðhorf sósíalista til fjölskyldunnar stóð allt frá upp- hafi völtum fótum, var að aldrei var gerð nein úttekt á fj ölskyldunni í þeim 230
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.