Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 42
Tímarit Máls og menningar er. Það er einungis ein skipulagsbundin heild, sem getur myndað umgerðina um samlíf og samskipti kynja og aldurshópa. Margir virðast halda að hér finnist enginn meðalvegur. Hið ríkjandi kerfi í þessum efnum jafngildir því, að maður afneiti lögmálum lífsins. Mannleg reynsla ætti að hafa kennt okk- ur, hve samband karls og konu og samskipti uppvaxandi kynslóðar við hina eldri geta tekið á sig óendanlega margbreytilegar myndir. Nægir að benda á í því sambandi, að mikill hluti þeirra fagurbókmennta, sem mannkynið hefur skapað, var saminn einmitt til að syngja þessum margbreytileika lof og dýrð. Sú mynd, sem við okkur blasir í þessum efnum í þjóðfélagi kapítal- ismans, er einföld og steinrunnin. Það hvílir á okkur eins og þrúgandi farg, hve viðteknir sambýlishættir okkar eru einhæfir og snauðir að lífi. í öllum þjóðfélögum verða að vera til einhverjar fastmótaðar og almennt viður- kenndar reglur um samskipti fólks. En alls engin rök liggja til þess, að ekki megi viðurkenna nema eitt sambúðarform að lögum, meðan fjöldi fólks býr saman í margs konar „löglausri“ sambúð. Sósíalismi á ekki, sé hann rétt skil- inn og framkvæmdur, að fela í sér afnám fjölskyldunnar sem slíkrar, heldur viðleitni í þá átt að skapa nýjar og fjölbreytilegri umgerðir um þau marg- háttuðu félagslegu samskipti, sem í dag verða hvað sem tautar og raular að fara fram innan vébanda fjölskyldunnar. Upp af slíku myndu spretta marg- vísleg sambýlisform og stofnanir, og fjölskyldan yrði eitt þeirra. Við slíkar aðstæður yrði allt tal um afnám hennar marklaust hjal. Hjón myndu búa saman eða dveljast fjarri hvort öðru, þau myndu búa saman til langframa með börnum sínum og einstæðir foreldrar gætu alið upp börn sín sjálf. Einnig ætti að greiða fyrir því, að börn gætu alizt upp hjá kjörforeldrum í stað kynforeldra og ættmennahópinn ætti að stækka. Ollu þessu og ýmsu til viðbótar á að vera hægt að finna stað innan þess ramma, sem mannkynið mun sníða lífi sínu hér á jörðunni, en ætíð verður að taka mið af þeirri stað- reynd, að svo er margt sinnið sem skinnið. Það getur ekki þjónað neinum tilgangi að vera í þessu spjalli að reyna að útlista í einstökum atriðum, hvað á að vera hægt að gera. Það væri í anda hughyggjunnar að fara að draga upp mynd af framtíðinni í löngu máli og bæri auk þess vitni um afturvirkan þankagang. Sósíalismi er verðandi, þ. e. breytiþróun. Ekkert er andstæðara sögulegum skoðunarhætti en að gera sér fastmótaða mynd af framtíðinni. Sérhvert sósíalískt þjóðfélag hlýtur að mótast af gerð þess kapítalíska þjóðfélags, sem fyrir var, og af því, hvernig endalok þess urðu. Um þetta hefur Marx sagt: „í hverju eru framfarir fólgn- ar, ef ekki því, að maðurinn eigi þess kost að beita sköpunarhæfni sinni til 232
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.