Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 42
Tímarit Máls og menningar
er. Það er einungis ein skipulagsbundin heild, sem getur myndað umgerðina
um samlíf og samskipti kynja og aldurshópa. Margir virðast halda að hér
finnist enginn meðalvegur. Hið ríkjandi kerfi í þessum efnum jafngildir því,
að maður afneiti lögmálum lífsins. Mannleg reynsla ætti að hafa kennt okk-
ur, hve samband karls og konu og samskipti uppvaxandi kynslóðar við hina
eldri geta tekið á sig óendanlega margbreytilegar myndir. Nægir að benda
á í því sambandi, að mikill hluti þeirra fagurbókmennta, sem mannkynið
hefur skapað, var saminn einmitt til að syngja þessum margbreytileika lof og
dýrð. Sú mynd, sem við okkur blasir í þessum efnum í þjóðfélagi kapítal-
ismans, er einföld og steinrunnin. Það hvílir á okkur eins og þrúgandi farg,
hve viðteknir sambýlishættir okkar eru einhæfir og snauðir að lífi. í öllum
þjóðfélögum verða að vera til einhverjar fastmótaðar og almennt viður-
kenndar reglur um samskipti fólks. En alls engin rök liggja til þess, að ekki
megi viðurkenna nema eitt sambúðarform að lögum, meðan fjöldi fólks býr
saman í margs konar „löglausri“ sambúð. Sósíalismi á ekki, sé hann rétt skil-
inn og framkvæmdur, að fela í sér afnám fjölskyldunnar sem slíkrar, heldur
viðleitni í þá átt að skapa nýjar og fjölbreytilegri umgerðir um þau marg-
háttuðu félagslegu samskipti, sem í dag verða hvað sem tautar og raular að
fara fram innan vébanda fjölskyldunnar. Upp af slíku myndu spretta marg-
vísleg sambýlisform og stofnanir, og fjölskyldan yrði eitt þeirra. Við slíkar
aðstæður yrði allt tal um afnám hennar marklaust hjal. Hjón myndu búa
saman eða dveljast fjarri hvort öðru, þau myndu búa saman til langframa
með börnum sínum og einstæðir foreldrar gætu alið upp börn sín sjálf.
Einnig ætti að greiða fyrir því, að börn gætu alizt upp hjá kjörforeldrum í
stað kynforeldra og ættmennahópinn ætti að stækka. Ollu þessu og ýmsu til
viðbótar á að vera hægt að finna stað innan þess ramma, sem mannkynið
mun sníða lífi sínu hér á jörðunni, en ætíð verður að taka mið af þeirri stað-
reynd, að svo er margt sinnið sem skinnið.
Það getur ekki þjónað neinum tilgangi að vera í þessu spjalli að reyna að
útlista í einstökum atriðum, hvað á að vera hægt að gera. Það væri í anda
hughyggjunnar að fara að draga upp mynd af framtíðinni í löngu máli og
bæri auk þess vitni um afturvirkan þankagang. Sósíalismi er verðandi, þ. e.
breytiþróun. Ekkert er andstæðara sögulegum skoðunarhætti en að gera sér
fastmótaða mynd af framtíðinni. Sérhvert sósíalískt þjóðfélag hlýtur að
mótast af gerð þess kapítalíska þjóðfélags, sem fyrir var, og af því, hvernig
endalok þess urðu. Um þetta hefur Marx sagt: „í hverju eru framfarir fólgn-
ar, ef ekki því, að maðurinn eigi þess kost að beita sköpunarhæfni sinni til
232