Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 46
Steinar Sigurjónsson Vatn og penni og hrafnar og fleira Til Leifs Einhver ætlaði að spila á flautu um hádegið. Flautan hófst upp í vindinn. Hvers vegna að stæra sig af tóngáfum þegar hvinurinn er svona ofsafenginn. Hvað erum við að stæra okkur í þvílíkum svala. Við höfum allt um það náð tóni í veðrunum. Það veitist ekki hverjum sem er. Hvað um það: Við hlupum í hugum niður að strönd eða upp á jökul. Við getum setið á hæðinni og horft á hafið. í kvöld kemur gángan ofan af jökli að sýna okkur hvernig stemníng okkar var í jökulgöngunni. Það var gott að finna jökulinn í tjaldinu allan daginn við þvílíkan vaðal af tónum. Ég komst varla út úr tjaldinu fyrir músik og í mesta lagi elskaði ég kotið þitt. Það var allt og sumt. Ég níu og þú sjö. En í alvöru að tala þá var seinni hluti dagsins ekki síðri. Eða var það ein- hver annar dagur. Það skiptir engu máli hvort sem er, því þannig var fegurð okkar einu sinni. Þá höfðum við saklaust frjótt ímyndunarafl sem var eigin- legt að finna nýja hluti. Hvað um það: Fuglar flugu niður í fjöru, svo ekki var um að villast, en tófa sem ýlfraði fyrr um daginn var sennilega sofnuð. Fuglar flugu niður í fjöru, ég þóttist viss um það þótt ég hafi ekki séð þá og hugsaði ekki um sullaveiki eða guð. Léttur svali kom að vánga Astu og tók hann með sér út í blá. Annað hvort okkar gat hafa svifið yfir flóann og komið aftur þótt við veittum því ekki eftirtekt, hugsa ég. Skýin eru græn, sagði Ásta, og þannig bjó hún til orð sín eða þessum lík þegar hana lángaði að vera skáldleg. Hún naut svalans og kannski var hún þyrst. Kannski þráði hún að svalinn æddi um hana alla, lúkurnar, hrjúfur, og takast á við hann og kannski særast af lífsþorsta. Skýin eru græn. Grösin eru rauð í kinnum af feimni og geta bara lifað fram á haust með rautt líf í sér; og sumarið leið hægt yfir hafið með hlátur og blóm frá Tyrklandi og Spáni. Ó hve skýin eru græn. Sama var mér. Þau eru líka skjótt, sagði hún. 236
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.