Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 46
Steinar Sigurjónsson
Vatn og penni og hrafnar og fleira
Til Leifs
Einhver ætlaði að spila á flautu um hádegið. Flautan hófst upp í vindinn.
Hvers vegna að stæra sig af tóngáfum þegar hvinurinn er svona ofsafenginn.
Hvað erum við að stæra okkur í þvílíkum svala. Við höfum allt um það náð
tóni í veðrunum. Það veitist ekki hverjum sem er.
Hvað um það: Við hlupum í hugum niður að strönd eða upp á jökul. Við
getum setið á hæðinni og horft á hafið. í kvöld kemur gángan ofan af jökli
að sýna okkur hvernig stemníng okkar var í jökulgöngunni. Það var gott að
finna jökulinn í tjaldinu allan daginn við þvílíkan vaðal af tónum. Ég komst
varla út úr tjaldinu fyrir músik og í mesta lagi elskaði ég kotið þitt. Það var
allt og sumt. Ég níu og þú sjö.
En í alvöru að tala þá var seinni hluti dagsins ekki síðri. Eða var það ein-
hver annar dagur. Það skiptir engu máli hvort sem er, því þannig var fegurð
okkar einu sinni. Þá höfðum við saklaust frjótt ímyndunarafl sem var eigin-
legt að finna nýja hluti.
Hvað um það: Fuglar flugu niður í fjöru, svo ekki var um að villast, en
tófa sem ýlfraði fyrr um daginn var sennilega sofnuð. Fuglar flugu niður í
fjöru, ég þóttist viss um það þótt ég hafi ekki séð þá og hugsaði ekki um
sullaveiki eða guð. Léttur svali kom að vánga Astu og tók hann með sér út í
blá. Annað hvort okkar gat hafa svifið yfir flóann og komið aftur þótt við
veittum því ekki eftirtekt, hugsa ég.
Skýin eru græn, sagði Ásta, og þannig bjó hún til orð sín eða þessum lík
þegar hana lángaði að vera skáldleg. Hún naut svalans og kannski var hún
þyrst. Kannski þráði hún að svalinn æddi um hana alla, lúkurnar, hrjúfur, og
takast á við hann og kannski særast af lífsþorsta.
Skýin eru græn. Grösin eru rauð í kinnum af feimni og geta bara lifað
fram á haust með rautt líf í sér; og sumarið leið hægt yfir hafið með hlátur
og blóm frá Tyrklandi og Spáni. Ó hve skýin eru græn.
Sama var mér.
Þau eru líka skjótt, sagði hún.
236