Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 47
Vatn og penni og hrafnar Og svolítið mosagræn, sagði ég. Og kjóllinn þinn er blár og sætur og líkur þér hvort sem þau eru gul eða skjótt. Við vorum þarna lángt fram eftir degi, en ég hef grun um að kvöldið hafi verið skrítið. Ég veit ekki hvernig það var og Ásta vissi það ekki heldur. Eitthvað leið um líf okkar og hélt framhjá út á flóa. Tófukrúnkið skríður upp með hryggnum á mér, sagði Ásta. Ég trúi því, sagði ég. Það er ekki einleikið um þetta ókennilega skraf í til- verunni. Eitthvað heyrðum við sem ekki átti að fréttast og skildum ekki orð. Ég held þúsundir orða hafi sveimað um okkur allan tímann og kannski viljað segja okkur eitthvað, en við skildum ekki neitt. Ég held loftið hafi verið krökkt af orðum. Mér leikur grunur á að við höfum ekki verið þarna nema að nokkru leyti, en ég vissi ekki hve þúng við vorum. Ég ætla að tína ber. Jæja góða. Eftir að Ásta fór hafði ég nógan tíma til að hugsa, en ég man að ég var þyrstur og hafði á tilfinningunni að ég yrði að skríða að vatni sem var ekki nema tíu mínútur frá ströndinni. Ég held samt ekki að nokkurt andríki hafi komið yfir mig lánga stund. Aftur á móti, og það varð mér til mikils fagn- aðar, komu stafir. Þeir komu nokkru eftir að ég tók að skríða af eigin ramm- leik og sýndu mér ástleitni, svo ekki var um að villast, og buðust til að draga mig að vatninu, hugsandi um stund og biðu svars, en hófu ekki lúðragáng fyrr en ég hafði látið að vilja þeirra, og grösin bældust undan holdi mínu. Þetta voru stafir úr söngljóði sem ég hafði samið, hvorki, svo smáir sem þeir voru, gæddir löngun til að halda við sóma nokkurrar ættar né þjóðernis, al- gerlega frjálsir og hugsuðu ekki heimskulega, enda voru þeir brosmildir. Létu kannski sínum látum, en án þess að vita um nokkurt hagkvæmi eða synd. Þeir kræktu J í hár mitt og héldu af stað með mig í eftirdragi. Ég var vissulega ölvaður. Ó hve gott var að elska eins litla stafi og þá! Og hvað skyldi svo sem hafa legið á, þars veröldin bara snýst og líður ekki, því hún bara snýst. Hvort ég hjó þýfið eða hvort marraði í hrygg mínum eins og skipsstoðum í þúngum sjó, það skipti engu máli, því hann var á landi og mátti kjagast. En hann var síður en svo í ætt við stafina mína og ljósbrotin sem brutu öll lögmál um stund: Súgur var frá stöfum sem hófust upp af jörð og fóru til hrafnanna. Þar áttu þeir heima. Þar áttu þeir aldeilis heima, hvítir, meðal hrafna! Þeim var þyrlað af vængjum hrafnanna og reikuðu um loftið meðal þeirra, en hryggur minn var í ferðatösku manns sem lifði á kaupum og sölu. Líklega. 237
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.