Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 47
Vatn og penni og hrafnar
Og svolítið mosagræn, sagði ég. Og kjóllinn þinn er blár og sætur og líkur
þér hvort sem þau eru gul eða skjótt.
Við vorum þarna lángt fram eftir degi, en ég hef grun um að kvöldið hafi
verið skrítið. Ég veit ekki hvernig það var og Ásta vissi það ekki heldur.
Eitthvað leið um líf okkar og hélt framhjá út á flóa.
Tófukrúnkið skríður upp með hryggnum á mér, sagði Ásta.
Ég trúi því, sagði ég. Það er ekki einleikið um þetta ókennilega skraf í til-
verunni. Eitthvað heyrðum við sem ekki átti að fréttast og skildum ekki orð.
Ég held þúsundir orða hafi sveimað um okkur allan tímann og kannski viljað
segja okkur eitthvað, en við skildum ekki neitt. Ég held loftið hafi verið
krökkt af orðum. Mér leikur grunur á að við höfum ekki verið þarna nema
að nokkru leyti, en ég vissi ekki hve þúng við vorum.
Ég ætla að tína ber.
Jæja góða.
Eftir að Ásta fór hafði ég nógan tíma til að hugsa, en ég man að ég var
þyrstur og hafði á tilfinningunni að ég yrði að skríða að vatni sem var ekki
nema tíu mínútur frá ströndinni. Ég held samt ekki að nokkurt andríki hafi
komið yfir mig lánga stund. Aftur á móti, og það varð mér til mikils fagn-
aðar, komu stafir. Þeir komu nokkru eftir að ég tók að skríða af eigin ramm-
leik og sýndu mér ástleitni, svo ekki var um að villast, og buðust til að draga
mig að vatninu, hugsandi um stund og biðu svars, en hófu ekki lúðragáng
fyrr en ég hafði látið að vilja þeirra, og grösin bældust undan holdi mínu.
Þetta voru stafir úr söngljóði sem ég hafði samið, hvorki, svo smáir sem þeir
voru, gæddir löngun til að halda við sóma nokkurrar ættar né þjóðernis, al-
gerlega frjálsir og hugsuðu ekki heimskulega, enda voru þeir brosmildir. Létu
kannski sínum látum, en án þess að vita um nokkurt hagkvæmi eða synd.
Þeir kræktu J í hár mitt og héldu af stað með mig í eftirdragi.
Ég var vissulega ölvaður. Ó hve gott var að elska eins litla stafi og þá! Og
hvað skyldi svo sem hafa legið á, þars veröldin bara snýst og líður ekki, því
hún bara snýst. Hvort ég hjó þýfið eða hvort marraði í hrygg mínum eins og
skipsstoðum í þúngum sjó, það skipti engu máli, því hann var á landi og mátti
kjagast. En hann var síður en svo í ætt við stafina mína og ljósbrotin sem
brutu öll lögmál um stund: Súgur var frá stöfum sem hófust upp af jörð og
fóru til hrafnanna.
Þar áttu þeir heima. Þar áttu þeir aldeilis heima, hvítir, meðal hrafna!
Þeim var þyrlað af vængjum hrafnanna og reikuðu um loftið meðal þeirra,
en hryggur minn var í ferðatösku manns sem lifði á kaupum og sölu. Líklega.
237