Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 48
Tímarit Máls og menningar
Hvað kom mér það við.
Ég fann að ég var á ferð, ég fann að ég sniglaðist áleiðis að vatninu, fram-
hjá nokkrum skýjum, þess fullviss að ef leitað yrði á mönnum kæmist upp
að þeir eru skrítnir. Ég þóttist vita að þeir væru að þefa af öðrum og bíða:
Hvað skyldi hann segja, hvað skyldi hann gera, e? Og þessi hugsar að hinn
sé ekki í lagi og hinn hugsar að þessi sé ekki í lagi, þótt enginn viti í raun
og veru hver hinn og þessi eru. Þess vegna gat ekki veriö nein skömm að leyfa
stöfum að draga sig þótt þeir væru berir:
Stafir eru bestir í heimi,
það er nú einmitt það.
Stafir eru bestir í heimi,
hvort það nú ekki er.
Við komumst ekki að vatninu fyrr en síðla dags. Ég lét mig engu skipta
þótt ferðin gengi hægt en dró að mér kelduilminn því ég var þyrstur og hann
minnti mig á vatn, en leirinn þvoði augnalok mín sem voru rykug úr bóka-
safni síöasta vetrar.
Ég man ekki hvort ég hugsaði nokkuð þessa stund, líklega ekki, en mér leið
mjög vel. Það mætti segja mér að hugsanir mínar hafi ekki komist öllu lengra
en að sefgrösunum við vatnið; og þótt einhver hefði komið til að bola mér
frá vatninu mundi ég sjálfsagt hafa haldið mér í grösin með kjafti og klóm,
því að öllu var gaman. Hendur mínar voru einar að verki, en augu mín höfðu
sokkið í vatnið og lituÖust um frá botni á fiskana sem bjuggu þar. Ég man að
vatn var í vitum mér, og það var líka í grennd við mig, nóg af vatni, mold og
litlum trjám sem ég veit ekki hvað heita og stendur á sama af því þau voru
hjámér.
Það voru bara hendur mínar sem héldu. Það voru bara þær sem gerðu
eitthvaö. Það voru bara hendur mínar, það var bara þeim að kenna ef eitt-
hvað var einhverju að kenna, þótt það sé ekki víst, því ástin var í vitum mér
og augum. Ég hugsa að líkaminn hafi ekki loðað við mig lengur, grár, meyr,
afbrýðissamur. Ég hugsa að hann hefði farið niður í flæðarmál ef ég hefði
sagt honum það og látið brimið afmá glæpsamlegt eðli sitt, hvítnað í sand-
inum og eyðst. En á þessari stund var hann afar forvitinn.
Það var þá sem mér vaknaði grunur, eftir að hafa ekki hugsað neitt um
stund, að ég hafi einhvern tíma áður horft í vatni neðan jarðar. En smám
saman sannfærðist ég um að ég hafði einúngis orðið þyrstur í húsi: í borg:
við glugga: þyrstur, þótt ég hafi drukkið af öllum kröftum: ógnsár þorsti
X
238