Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 48
Tímarit Máls og menningar Hvað kom mér það við. Ég fann að ég var á ferð, ég fann að ég sniglaðist áleiðis að vatninu, fram- hjá nokkrum skýjum, þess fullviss að ef leitað yrði á mönnum kæmist upp að þeir eru skrítnir. Ég þóttist vita að þeir væru að þefa af öðrum og bíða: Hvað skyldi hann segja, hvað skyldi hann gera, e? Og þessi hugsar að hinn sé ekki í lagi og hinn hugsar að þessi sé ekki í lagi, þótt enginn viti í raun og veru hver hinn og þessi eru. Þess vegna gat ekki veriö nein skömm að leyfa stöfum að draga sig þótt þeir væru berir: Stafir eru bestir í heimi, það er nú einmitt það. Stafir eru bestir í heimi, hvort það nú ekki er. Við komumst ekki að vatninu fyrr en síðla dags. Ég lét mig engu skipta þótt ferðin gengi hægt en dró að mér kelduilminn því ég var þyrstur og hann minnti mig á vatn, en leirinn þvoði augnalok mín sem voru rykug úr bóka- safni síöasta vetrar. Ég man ekki hvort ég hugsaði nokkuð þessa stund, líklega ekki, en mér leið mjög vel. Það mætti segja mér að hugsanir mínar hafi ekki komist öllu lengra en að sefgrösunum við vatnið; og þótt einhver hefði komið til að bola mér frá vatninu mundi ég sjálfsagt hafa haldið mér í grösin með kjafti og klóm, því að öllu var gaman. Hendur mínar voru einar að verki, en augu mín höfðu sokkið í vatnið og lituÖust um frá botni á fiskana sem bjuggu þar. Ég man að vatn var í vitum mér, og það var líka í grennd við mig, nóg af vatni, mold og litlum trjám sem ég veit ekki hvað heita og stendur á sama af því þau voru hjámér. Það voru bara hendur mínar sem héldu. Það voru bara þær sem gerðu eitthvaö. Það voru bara hendur mínar, það var bara þeim að kenna ef eitt- hvað var einhverju að kenna, þótt það sé ekki víst, því ástin var í vitum mér og augum. Ég hugsa að líkaminn hafi ekki loðað við mig lengur, grár, meyr, afbrýðissamur. Ég hugsa að hann hefði farið niður í flæðarmál ef ég hefði sagt honum það og látið brimið afmá glæpsamlegt eðli sitt, hvítnað í sand- inum og eyðst. En á þessari stund var hann afar forvitinn. Það var þá sem mér vaknaði grunur, eftir að hafa ekki hugsað neitt um stund, að ég hafi einhvern tíma áður horft í vatni neðan jarðar. En smám saman sannfærðist ég um að ég hafði einúngis orðið þyrstur í húsi: í borg: við glugga: þyrstur, þótt ég hafi drukkið af öllum kröftum: ógnsár þorsti X 238
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.