Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 53
Samuel Beckett
Kafli úr skáldsögnnni Watt
Vöttur rakst á brautarþjón sem rúllaði mjólkurbrúsa á undan sér. Vöttur
datt, og hattur hans og farangur hentust út um allt. Brautarþjónninn datt ekki,
en hann missti takið á brúsanum, sem skall á botninn og dansaði þannig um
stund þar til hann að lokum stóð kyrr. Þetta var mikil heppni, því hefði hann
dottið á hliðina, sennilega fullur af mjólk, veit enginn nema mjólkin hefði
runnið úr honum yfir brautarpallinn, og jafnvel á teinana, undir lestina, og
þar með farið forgörðum.
Vöttur skreið á fætur og hafði lítið sakað, eins og venjulega.
Déskotinn kengbeygi þig, sagði brautarþj ónninn. Hann var myndarlegur
náungi og þó óhreinn. Það er svo erfitt fyrir járnbrautarstarfsmann að halda
sér hreinum og penum í þessu starfi.
Sérðu ekki hvar þú gengur? spurði hann.
Vöttur mótmælti ekki þessari fáránlegu hugmynd, sem auðsjáanlega hafði
verið borin fram í reiði. Hann beygði sig til að taka upp hatt sinn og far-
angur, en reisti sig upp aftur án þess að láta verða af því. Honum fannst það
ekki rétt að ljúka því af fyrr en brautarþj ónninn væri hættur að ávíta hann.
Blindur og mállaus í þokkabót, sagði brautarþj ónninn.
Vöttur brosti, þrýsti höndunum saman, lyfti þeim að brjósti sér og hélt
þeim þar.
Vöttur hafði horft á fólk brosa, og ímyndaði sér, að hann skildi, hvernig
það var gert. Og það var satt, að bros Vattar, þegar hann brosti, líktist meir
brosi en til dæmis glotti eða geispa. En það vantaði eitthvað í bros Vattar,
eitthvað smávegis skorti, og fólk sem sá það í fyrsta sinn, og flest fólk sem
sá það, sá það í fyrsta sinn, var stundum í vafa um, hverskonar svipbrigði
það ætti að tákna. Mörgum fannst það vera eins og hann rétt hreyfði varirn-
ar. Vöttur notaði þetta bros sparlega.
Áhrif þess á brautarþj óninn voru þannig, að honum duttu í hug óvingjarn-
legri orð en hann notaði áðan. En þau voru aldrei sögð, af honum, við Vött,
því skyndilega greip hann til brúsans, og rúllaði honum hratt í burtu. Stöðv-
arstjórinn, einhver hr. Loury, nálgaðist.
243