Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 54
Tímarit Máls og menningar Þetta var of hversdagslegt atvik til að vekja verulega athygli nærstaddra. En til voru áhugamenn sem létu ekki framhjá sér fara hina sérstæðu eigin- leika Vattar, þegar hann birtist, þegar hann datt, þegar hann reis upp, og stellingarnar þar á eftir. Þeir voru ánægðir. Þeirra á meðal var blaðasalinn. Hann hafði fylgzt með öllu frá sínu hlýja greni úr blöðum og tímaritum. En núna, þegar það helzta var afstaðið, kom hann út á brautarpallinn, í þeim tilgangi að loka blaðasölunni til morguns. Þessvegna dró hann niður og læsti rimlahenginu. Hann virtist haldinn meiri beiskju en gengur og gerist, og þjást af þrálátri andlegri, siðferðilegri og ef til vill jafnvel líkamlegri kvöl. Húfa hans vakti athygli, ef til vill útaf björtu enninu og votu svarthrokknu hári niðurundan henni. Hvað sem því líður beindist athygli augans einlægt að fýldum munninum og þaðan upp á við. Yfirskegg hans,í sjálfu sér mynd- arlegt, hafði af óljósum ástæðum lítið að segja. En kannski var hægt að ímynda sér hann sem manninn er m. a. tekur aldrei af sér húfuna, einfalda bláa léreftshúfu með skyggni og hnapp á kollinum. Því hann tók ekki heldur af sér skálmaklemmurnar. Þær voru þannig gerðar, að þær þrýstu skálmunum út til beggja hliða. Hann var Iágvaxinn og haltraði mjög mikið. Eftir að hann var kominn af stað náði hann talsverðum hraða með hálfgerðri hnébeygingu í hverju spori. Hann tók upp hatt Vattar og færði honum og sagði: Yðar hattur, herra, trúi ég. Vöttur horfði á hattinn. Var þetta virkilega hans hattur? Hann setti hattinn upp. Nú kom blaðasalinn út um dyr á öðrum enda brautarpallsins og teymdi reiðhjól. Hann myndi bera það niður hringstigann og hjóla svo heim. Þar myndi hann fara yfir skák, eftir meistara, uppúr skákbók hr. Stauntons. Morg- uninn eftir myndi hann bera hjólið aftur upp stigann. Það var þungt, því það var mjög vel byggt hjól. Einfaldara hefði verið, að skilja það eftir niðri, en hann kaus heldur að hafa það hjá sér. Nafn þessa manns var Evans. Vöttur tók upp farangurinn og fór inn í lestina. Hann hirti ekki um að velja sérstakan klefa. En klefinn, sem hann settist inn í, var mannlaus. Á brautarpallinum hélt þjónninn áfram að rúlla brúsa fram og til baka. Á öðrum enda brautarpallsins stóð stafli af brúsum, og annar á hinum endan- um. Hann valdi gaumgæfilega brúsa úr öðrum staflanum og rúllaði honum yfir að hinum. Svo valdi hann gaumgæfilega brúsa úr þeim stafla og rúllaði 244
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.