Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 54
Tímarit Máls og menningar
Þetta var of hversdagslegt atvik til að vekja verulega athygli nærstaddra.
En til voru áhugamenn sem létu ekki framhjá sér fara hina sérstæðu eigin-
leika Vattar, þegar hann birtist, þegar hann datt, þegar hann reis upp, og
stellingarnar þar á eftir. Þeir voru ánægðir.
Þeirra á meðal var blaðasalinn. Hann hafði fylgzt með öllu frá sínu hlýja
greni úr blöðum og tímaritum. En núna, þegar það helzta var afstaðið, kom
hann út á brautarpallinn, í þeim tilgangi að loka blaðasölunni til morguns.
Þessvegna dró hann niður og læsti rimlahenginu. Hann virtist haldinn meiri
beiskju en gengur og gerist, og þjást af þrálátri andlegri, siðferðilegri og ef
til vill jafnvel líkamlegri kvöl.
Húfa hans vakti athygli, ef til vill útaf björtu enninu og votu svarthrokknu
hári niðurundan henni. Hvað sem því líður beindist athygli augans einlægt
að fýldum munninum og þaðan upp á við. Yfirskegg hans,í sjálfu sér mynd-
arlegt, hafði af óljósum ástæðum lítið að segja. En kannski var hægt að
ímynda sér hann sem manninn er m. a. tekur aldrei af sér húfuna, einfalda bláa
léreftshúfu með skyggni og hnapp á kollinum. Því hann tók ekki heldur af sér
skálmaklemmurnar. Þær voru þannig gerðar, að þær þrýstu skálmunum út til
beggja hliða. Hann var Iágvaxinn og haltraði mjög mikið. Eftir að hann var
kominn af stað náði hann talsverðum hraða með hálfgerðri hnébeygingu í
hverju spori.
Hann tók upp hatt Vattar og færði honum og sagði: Yðar hattur, herra,
trúi ég.
Vöttur horfði á hattinn. Var þetta virkilega hans hattur? Hann setti hattinn
upp.
Nú kom blaðasalinn út um dyr á öðrum enda brautarpallsins og teymdi
reiðhjól. Hann myndi bera það niður hringstigann og hjóla svo heim. Þar
myndi hann fara yfir skák, eftir meistara, uppúr skákbók hr. Stauntons. Morg-
uninn eftir myndi hann bera hjólið aftur upp stigann. Það var þungt, því
það var mjög vel byggt hjól. Einfaldara hefði verið, að skilja það eftir niðri,
en hann kaus heldur að hafa það hjá sér. Nafn þessa manns var Evans.
Vöttur tók upp farangurinn og fór inn í lestina. Hann hirti ekki um að velja
sérstakan klefa. En klefinn, sem hann settist inn í, var mannlaus.
Á brautarpallinum hélt þjónninn áfram að rúlla brúsa fram og til baka. Á
öðrum enda brautarpallsins stóð stafli af brúsum, og annar á hinum endan-
um. Hann valdi gaumgæfilega brúsa úr öðrum staflanum og rúllaði honum
yfir að hinum. Svo valdi hann gaumgæfilega brúsa úr þeim stafla og rúllaði
244