Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 57
Kafli út skáldsögunni JTatt stundum muldruðu þær aðeins, stundum sungu þær og grétu, stundum sungu þær og fullyrtu, stundum sungu þær og muldruðu, stundum grétu þær og full- yrtu, stundum grétu þær og muldruðu, stundum fullyrtu þær og muldruðu, stundum sungu þær og grétu og fullyrtu, stundum sungu þær og grétu og muldruðu, stundum grétu þær og fullyrtu og muldruðu, stundum sungu þær og grétu og fullyrtu og muldruðu, allar saman, samtímis, eins og núna, þó aðeins sé getið þessara fjögurra radda, því fleiri voru til. Og stundum skildi Vöttur allt, og stundum skildi hann talsvert, og stundum skildi hann lítið, og stundum skildi hann ekkert, eins og núna. Nú birtist skeiðvöllurinn, með sín fallegu hvítu grindverk, í þjótandi ljós- unum, og sagði Vetti til um að nú væri farið að styttast, og næst þegar lest- in stanzaði, yrði hann að fara úr. Hann kom ekki auga á sætin, pallsætin, stúkusætin, almennu sætin, svo ? þegar þau eru auð, í hvítu og rauðu, því þau voru of langt í burtu. Hann hagræddi því farangri sínum í höndum sér, og hélt sér í stöðu til að yfirgefa lestina undir eins og hún næmi staðar. Því Vött hafði einu sinni bor- ið framhjá stöðinni og þeirri næstu, af því hann hafði ekki nógu snemma búið sig undir að stíga niður þegar lestin stanzaði. Því umferðin var svo lítil á þessari braut, sérstaklega á þessum tíma dags, þegar lestarstjórann kyndar- ann brautarvörðinn og starfsmennina á hverri brautarstöð fýsti heim til kvenna sinna eftir langar stundir í kvenmannsleysi, að lestin myndi varla nema staðar áður en hún héldi aftur af stað, eins og skoppandi knöttur. Yður að segja myndi ég reyna að ná til hans, sagði hr. Spíró, ef ég væri öruggur um að það væri hann, í krafti kirkjulaganna. Hann tók fæturna ofan af bekknum. Hann stakk höfðinu út um gluggann. Og páfalegra tilskipana, hrópaði hann. Sterkur vindsveipur neyddi hann til baka. Hann var einn, á fleygiferð í náttmyrkrinu. Tunglið var komið upp. Það var ekki komið hátt, en það var samt komið. Það var leiðinlega gult á litinn. Aðeins mjó rönd, sem var að minnka, minnka. Háttur Vattar, er hann hélt til dæmis beint í austur, var sá, að snúa efri hluta líkamans eins langt og mögulegt var til norðurs og samtímis að reka hægri fótinn eins langt og mögulegt var til suðurs, og síðan að snúa efri hluta líkamans eins langt og mögulegt var til suðurs og samtímis að reka vinstri fótinn eins langt og mögulegt var til norðurs, og síðan aftur að snúa efri hluta líkamans eins langt og mögulegt var til norðurs og samtímis að reka hægri fótinn eins langt og mögulegt var til suðurs, og síðan aftur að snúa efri hluta líkamans eins langt og mögulegt var til suðurs og reka vinstri fótinn 247
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.