Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 57
Kafli út skáldsögunni JTatt
stundum muldruðu þær aðeins, stundum sungu þær og grétu, stundum sungu
þær og fullyrtu, stundum sungu þær og muldruðu, stundum grétu þær og full-
yrtu, stundum grétu þær og muldruðu, stundum fullyrtu þær og muldruðu,
stundum sungu þær og grétu og fullyrtu, stundum sungu þær og grétu og
muldruðu, stundum grétu þær og fullyrtu og muldruðu, stundum sungu þær
og grétu og fullyrtu og muldruðu, allar saman, samtímis, eins og núna, þó
aðeins sé getið þessara fjögurra radda, því fleiri voru til. Og stundum skildi
Vöttur allt, og stundum skildi hann talsvert, og stundum skildi hann lítið, og
stundum skildi hann ekkert, eins og núna.
Nú birtist skeiðvöllurinn, með sín fallegu hvítu grindverk, í þjótandi ljós-
unum, og sagði Vetti til um að nú væri farið að styttast, og næst þegar lest-
in stanzaði, yrði hann að fara úr. Hann kom ekki auga á sætin, pallsætin,
stúkusætin, almennu sætin, svo ? þegar þau eru auð, í hvítu og rauðu, því
þau voru of langt í burtu.
Hann hagræddi því farangri sínum í höndum sér, og hélt sér í stöðu til að
yfirgefa lestina undir eins og hún næmi staðar. Því Vött hafði einu sinni bor-
ið framhjá stöðinni og þeirri næstu, af því hann hafði ekki nógu snemma
búið sig undir að stíga niður þegar lestin stanzaði. Því umferðin var svo lítil
á þessari braut, sérstaklega á þessum tíma dags, þegar lestarstjórann kyndar-
ann brautarvörðinn og starfsmennina á hverri brautarstöð fýsti heim til
kvenna sinna eftir langar stundir í kvenmannsleysi, að lestin myndi varla
nema staðar áður en hún héldi aftur af stað, eins og skoppandi knöttur.
Yður að segja myndi ég reyna að ná til hans, sagði hr. Spíró, ef ég væri
öruggur um að það væri hann, í krafti kirkjulaganna. Hann tók fæturna ofan
af bekknum. Hann stakk höfðinu út um gluggann. Og páfalegra tilskipana,
hrópaði hann. Sterkur vindsveipur neyddi hann til baka. Hann var einn, á
fleygiferð í náttmyrkrinu.
Tunglið var komið upp. Það var ekki komið hátt, en það var samt komið.
Það var leiðinlega gult á litinn. Aðeins mjó rönd, sem var að minnka, minnka.
Háttur Vattar, er hann hélt til dæmis beint í austur, var sá, að snúa efri
hluta líkamans eins langt og mögulegt var til norðurs og samtímis að reka
hægri fótinn eins langt og mögulegt var til suðurs, og síðan að snúa efri hluta
líkamans eins langt og mögulegt var til suðurs og samtímis að reka vinstri
fótinn eins langt og mögulegt var til norðurs, og síðan aftur að snúa efri
hluta líkamans eins langt og mögulegt var til norðurs og samtímis að reka
hægri fótinn eins langt og mögulegt var til suðurs, og síðan aftur að snúa
efri hluta líkamans eins langt og mögulegt var til suðurs og reka vinstri fótinn
247