Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 58
Tímarit Máls og menningar eins langt og mögulegt var til norðurs, og þannig áfram, aftur og aftur, mörg- um mörgum sinnum, þar til hann var kominn á ákvörðunarstað, og gat setzt. Þannig, fyrst á öðrum fæti, síðan á hinum, mjakaðist hann áfram í æðislegum barningi, beint af augum. Hnén beygðust ekki meðan á þessu stóð. Þau gátu það, en gerðu það ekki. Engin hné beygðust auðveldar en hné Vattar, þegar þau vildu það viðhafa, ekkert var athugavert við hné Vattar, þótt svo virtist. En þegar þau voru gangandi, beygðust þau ekki, af einhverri óþekktri ástæðu. Þrátt fyrir þetta kom fóturinn niður, hæll og il samtímis, flatur á jörðina, og lagði svo í aðra loftferð með sýnilegu ógeði. Handleggirnir héngu rólegir í fullkominni hvíldarstöðu. Lafði McCann, sem kom í humátt á eftir, minnist ekki að hafa séð þvílíkar hreyfingar á almannafæri, og fáar konur hafa séð jafn margt á almannafæri og lafði McCann. Olvun gat ekki verið ástæðan, til þess voru þær of reglu- bundnar og ákveðnar. Vöttur var slagandi línudansari. Lafði McCann fannst höfuðið merkilegra en fæturnir. Því fótaburðinn mátti útskýra með ýmsum hætti. Og sem hún íhugaði nokkra þessara hátta, sem útskýrt gætu fótaburðinn, minntist hún gamallar sögu frá æskuárum, gömlu sögunnar af læknanemunum og herramanninum sem gekk á undan þeim, með útglennta staurfætur. Afsakið herra, sagði einn nemandinn, og tók ofan, þegar þeir komu upp að honum, vinur minn hérna segir, að það sé gyllinæð, en ég segi að það sé bara fransós: Þá höfum við allir þrír á röngu að standa, svaraði herramaðurinn, því ég hélt sjálfur, að það væri bara vind- ur. Það var þessvegna sem fæturnir voru lafði McCann minni ráðgáta en höf- uðið sem snerist stirðlega við hvert skref, á stífum hálsi, undir hörðum hatti, um a. m. k. fjórðung úr hring. Hvar hafði hún lesið, að einmitt svona, frá hlið til hliðar, snúa birnir höfðinu, þegar þeim er att? Ef til vill hjá hr. Walpole. Þó hún værri ekki vön að ganga hratt, vegna gamallar venju kannski, og vegna fótanna, sem voru gamlir og lasburða, sá lafði McCann allt þetta greini- legar með hverju nýju skrefi, því þau gengu í sömu átt, lafði McCann og Vöttur. Jón frá Pálmholú og Pétur Knútsson þýddu. 248
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.