Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 58
Tímarit Máls og menningar
eins langt og mögulegt var til norðurs, og þannig áfram, aftur og aftur, mörg-
um mörgum sinnum, þar til hann var kominn á ákvörðunarstað, og gat setzt.
Þannig, fyrst á öðrum fæti, síðan á hinum, mjakaðist hann áfram í æðislegum
barningi, beint af augum. Hnén beygðust ekki meðan á þessu stóð. Þau gátu
það, en gerðu það ekki. Engin hné beygðust auðveldar en hné Vattar, þegar
þau vildu það viðhafa, ekkert var athugavert við hné Vattar, þótt svo virtist.
En þegar þau voru gangandi, beygðust þau ekki, af einhverri óþekktri ástæðu.
Þrátt fyrir þetta kom fóturinn niður, hæll og il samtímis, flatur á jörðina, og
lagði svo í aðra loftferð með sýnilegu ógeði. Handleggirnir héngu rólegir í
fullkominni hvíldarstöðu.
Lafði McCann, sem kom í humátt á eftir, minnist ekki að hafa séð þvílíkar
hreyfingar á almannafæri, og fáar konur hafa séð jafn margt á almannafæri
og lafði McCann. Olvun gat ekki verið ástæðan, til þess voru þær of reglu-
bundnar og ákveðnar. Vöttur var slagandi línudansari.
Lafði McCann fannst höfuðið merkilegra en fæturnir. Því fótaburðinn
mátti útskýra með ýmsum hætti. Og sem hún íhugaði nokkra þessara hátta,
sem útskýrt gætu fótaburðinn, minntist hún gamallar sögu frá æskuárum,
gömlu sögunnar af læknanemunum og herramanninum sem gekk á undan
þeim, með útglennta staurfætur. Afsakið herra, sagði einn nemandinn, og tók
ofan, þegar þeir komu upp að honum, vinur minn hérna segir, að það sé
gyllinæð, en ég segi að það sé bara fransós: Þá höfum við allir þrír á röngu
að standa, svaraði herramaðurinn, því ég hélt sjálfur, að það væri bara vind-
ur.
Það var þessvegna sem fæturnir voru lafði McCann minni ráðgáta en höf-
uðið sem snerist stirðlega við hvert skref, á stífum hálsi, undir hörðum hatti,
um a. m. k. fjórðung úr hring. Hvar hafði hún lesið, að einmitt svona, frá
hlið til hliðar, snúa birnir höfðinu, þegar þeim er att? Ef til vill hjá hr.
Walpole.
Þó hún værri ekki vön að ganga hratt, vegna gamallar venju kannski, og
vegna fótanna, sem voru gamlir og lasburða, sá lafði McCann allt þetta greini-
legar með hverju nýju skrefi, því þau gengu í sömu átt, lafði McCann og
Vöttur.
Jón frá Pálmholú og Pétur Knútsson þýddu.
248