Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 64
Tímarit Máls og menningar
STÚdentarnir þrír við kennarann: Við heyrum að þessum dreng sé orðið
ómótt á göngunni. Hvað er að honum? Ertu áhyggjufullur vegna hans?
KENNARINN: Honum líður hálfilla, annars er ekkert að honum. Hann er orð-
inn þreyttur að ganga fjallið.
STÚdentarnir ÞRÍR: Þú ert þá ekki áhyggjufullur vegna hans?
Löng þögn.
STÚDENTARNIR ÞRÍR SÍn á mÍUi:
Heyrðuð þið! Kennarinn sagði
Að drengurinn sé bara þreyttur að ganga fjallið.
En er honum ekki núna kynlega brugðið?
Handan við skýlið kemur mjóa syllan.
Ef maður grípur ekki í klettastálið báðum höndum
Kemst hann ekki yfir.
Vonandi er hann ekki veikur.
Því komist hann ekki lengra þá neyðumst við til
Að skilj a hann eftir hér.
Þeir kalla niðurí herbergi 1, bera hendur að munninum einsog trekt.
Ertu veikur? — Hann svarar ekki. — Við skulum spyrja kennarann. Við
kennarann: Þegar við inntum þig áðan eftir drengnum sagðirðu hann væri
bara þreyttur að ganga fjallið, en núna er einsog honum sé kynlega hrugð-
ið. Hann hefur reyndar setzt.
KENNARINN: Ég sé hann er veikur. Reynið þið þá að bera hann yfir Mjóu
syllu.
stÚdentarnir ÞRÍR: Við skulum reyna.
Leikbrögð: Stúdentarnir reyna að bera drenginn yfir „mjóu sylluna“. „Mjóu
sylluna“ þurfa leikararnir að búa þannig til, úr pöllum, köðlum, stólum osfrv.,
að stúdentarnir þrír komist greiðlega yfir, en ekki ef þeir verða að bera
drenginn.
STÚdentarnir ÞRÍR: Við getum ekki flutt hann yfir, og við getum ekki verið
kjurir hjá honum. Hvað sem í skerst þá verðum við að halda áfram, því
öll borgin bíður eftir lyfinu sem við eigum að sækja. Það er skelfilegt að
segja það, en ef hann getur ekki komizt með okkur þá neyðumst við til að
skilja hann eftir hér uppi á fjöllum.
KENNARINN: Já, eftilvill verðið þið að gera það. Ég get ekki staðið fast á
móti ykkur. En ég tel réttmætt að maður spyrji hinn sjúka hvort rétt sé að
254