Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 78
Eric Bentley Bréf til ímyndaðs leikskálds Menn skrifa ekki um leiklist án þess að fá bréf frá leikskáldum. Til er sá leik- höfundur, sem segir mér, að skoðanir mínar á leiklist séu allar réttar og hann sé búinn að skrifa leikrit grundvallað á þessum skoðunum. Því næst fer hann þess á leit við mig, að ég lesi hugverk sitt. Til er sá leikhöfundur, sem fær lögfræðing sinn til að krefjast þess, að hvert eintak af blaðinu með dómnum um leikrit hans verði tafarlaust gert upptækt, að öðrum kosti verði mér stefnt. Tungumýkstur þeirra allra er hins vegar það leikskáld, sem hefur ekki ennþá skrifað leikrit, en langar að vita hvernig eigi að fara að því. Ef ég vissi svarið í raun og veru, finnst mér, að ég hlyti að vera höfundur verka, sem væru að minnsta kosti j afn góð og Odipus konungur, Lear konungur og Phédre. Slíkt leikskáld lagði nýlega fyrir mig spurningar, sem ég get að minnsta kosti gert byrjunartilraun til að svara eins og hér segir: Hr. N. N. Svo þér hafið ekki ennþá skrifað leikrit. Svo væri óskandi, að sum af leik- skáldum okkar hefðu haft á sér jafn mikinn hemil. En svo segið þér mér, að þér hafið ekki enn náð tvítugs aldri. Má vera að freistingin til að skrifa leik- rit sé í þann veginn að verða yður ómótstæðileg. Þegar svo er komið er að- eins eitt ráð til bjargar þ. e. a. s. að koma í veg fyrir að þér skrifið lélegt leikrit og það er ekki vandalaust. Mörg léleg leikrit eiga rakta leið til hjarta almennings og flest þeirra eiga ennfremur rakta leið til hjarta höfunda sinna, hvort sem hjarta þeirra er stórt eða lítið. Ef þér leggið kapp á að skrifa leikrit, þá getur ekkert aftrað yður frá að skrifa lélegt verk nema eitt og það er að skrifa gott verk. Er hægt að læra það? Eða, sé spurningunni léð sitt sígilda form: Er hægt að kenna leikskáld- skap? Þér segið mér, að vinur yðar segi, að það sé ekki hægt. En þér segið mér þetta, af því að þér gerið ráð fyrir, að ég álíti hið gagnstæða. En geri ég það? Ja, já og nei, og úr því að þér hafið nú æst mig upp með því að lesa hugsanir mínar, segi ég öllu heldur eindregið nei! Er í rauninni hægt að kenna nokkra námsgrein? Það er margt, sem mælir gegn því. En eftir því sem mér verður rórra í skapi, get ég samt verið yður sammála, að það sé engin 268
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.