Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 78
Eric Bentley
Bréf til ímyndaðs leikskálds
Menn skrifa ekki um leiklist án þess að fá bréf frá leikskáldum. Til er sá leik-
höfundur, sem segir mér, að skoðanir mínar á leiklist séu allar réttar og hann
sé búinn að skrifa leikrit grundvallað á þessum skoðunum. Því næst fer hann
þess á leit við mig, að ég lesi hugverk sitt. Til er sá leikhöfundur, sem fær
lögfræðing sinn til að krefjast þess, að hvert eintak af blaðinu með dómnum
um leikrit hans verði tafarlaust gert upptækt, að öðrum kosti verði mér
stefnt. Tungumýkstur þeirra allra er hins vegar það leikskáld, sem hefur ekki
ennþá skrifað leikrit, en langar að vita hvernig eigi að fara að því. Ef ég
vissi svarið í raun og veru, finnst mér, að ég hlyti að vera höfundur verka,
sem væru að minnsta kosti j afn góð og Odipus konungur, Lear konungur og
Phédre. Slíkt leikskáld lagði nýlega fyrir mig spurningar, sem ég get að
minnsta kosti gert byrjunartilraun til að svara eins og hér segir:
Hr. N. N.
Svo þér hafið ekki ennþá skrifað leikrit. Svo væri óskandi, að sum af leik-
skáldum okkar hefðu haft á sér jafn mikinn hemil. En svo segið þér mér, að
þér hafið ekki enn náð tvítugs aldri. Má vera að freistingin til að skrifa leik-
rit sé í þann veginn að verða yður ómótstæðileg. Þegar svo er komið er að-
eins eitt ráð til bjargar þ. e. a. s. að koma í veg fyrir að þér skrifið lélegt
leikrit og það er ekki vandalaust. Mörg léleg leikrit eiga rakta leið til hjarta
almennings og flest þeirra eiga ennfremur rakta leið til hjarta höfunda sinna,
hvort sem hjarta þeirra er stórt eða lítið.
Ef þér leggið kapp á að skrifa leikrit, þá getur ekkert aftrað yður frá að
skrifa lélegt verk nema eitt og það er að skrifa gott verk. Er hægt að læra
það? Eða, sé spurningunni léð sitt sígilda form: Er hægt að kenna leikskáld-
skap? Þér segið mér, að vinur yðar segi, að það sé ekki hægt. En þér segið
mér þetta, af því að þér gerið ráð fyrir, að ég álíti hið gagnstæða. En geri ég
það? Ja, já og nei, og úr því að þér hafið nú æst mig upp með því að lesa
hugsanir mínar, segi ég öllu heldur eindregið nei! Er í rauninni hægt að
kenna nokkra námsgrein? Það er margt, sem mælir gegn því. En eftir því sem
mér verður rórra í skapi, get ég samt verið yður sammála, að það sé engin
268