Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 80
Tímarit Máls og menningar
(wright á ensku) er ekki rithöfundur (writer á ensku) heldur hagleiks-
maður, handverksmaður eða þúsundþj alasmiður.
Astæðan til þess, að þér segir mér þetta, er sú að þér vitið, að ég er ekki
sammála. Yður langar til að heyra mitt mál, af því að yður finnst vera maðk-
ur i mysunni: Þér trúið ekki sjálfur því, sem þér eruð að blaðra eftir öðrum.
Þegar öllu er á botninn hvolft, hafið þér ekki ennþá farið á námskeið í leik-
skáldskap, svo að þér hafið naumast enn sem komið er drukkið í yður and-
bókmenntalega heimspeki kennaranna. Ég skal trúa yður fyrir því leyndar-
máli, sem þessi heimspeki er byggð á. Hún er fólgin í leynilegri afályktun,
sem innstu kopparnir játa jafnvel ekki fyrir sjálfum sér. Hún hljóðar svona:
Þar sem góðar bókmenntir kunna að vera léleg leikhúsverk, leiðir það af
sjálfu sér, að óvandað orðfæri er frumskilyrði fyrir góðu leikhúsverki. Þér
verðið að játa, að þetta er ekki ólýðræðislegt: úr því að sérhver borgari af
hvaða litarflokki, trúarflokki eða kynflokki sem er, getur fullnægt þessu frum-
skilyrði. Sumir eru jafnvel fúsir til að greiða námsgjald fyrir þessi sérréttindi.
Hvers vegna er ekki rétt að kynna sér sem flest brögð í listgrein sem er ein-
tóm brögð? Ástæðan til þess, að það er ekki gert er sú, að leiðin til heimsku
er ekki alltof auðrötuð. Lélegum smekk getur skeikað rétt eins og góðum. Og
úr því að út í þessa sálma er komið, mætti spyrja hver sé svo kjarkaður að
játa barnaskap sinn? Heimskingi hlýtur að neita því að vera heimskingi. Það
er ennfremur satt, að varmenni hlýtur að neita fyrir sjálfu sér að vera var-
menni, hvað svo sem Machiavelli kann að segja um það. Vísvitandi var-
mennska eins og sú, sem Machiavelli mælti með, reynir eins mikið á mann og
dyggð. Þess vegna borgar sig alveg eins að vera góður ...
Kennari í leikskáldskap getur svo sem byrjað nógu glæsilega með því að
lýsa því yfir, að aðsókn sé einhlítur mælikvarði o. s. frv. Tilgangur lista er
að gera mönnum til hæfis o. s. frv. Við erum ekki samsafn af uppskafning-
um og snobbum o. s. frv. Lítið bara á þessi skelfilegu leikrit, sem menning-
arvitarnir skrifa o. s. frv. Shakespeare er á hinn bóginn einn af oss. Hann
sótti námskeið í leikskáldskap hjá hrossunum fyrir utan Globe-leikhúsið o. s.
frv. Þessir hræðilegu bókmenntafræðingar, þessi sálufélög, þessar klíkur. Ég
skrifaði einu sinni leikrit sjálfur og þið vitið hversu hart leikinn ég var af
þessum hræðilegu bókmenntafræðingum, þessum sálufélögum, þessum klíkum
o. s. frv. í stuttu máli sagt, það sem við trúum á, er lýðræði, og val fólksins
er kunngjört Brooks Atkinson, (sem var áratugum saman helzti leiklistargagn-
rýnandi í New York), kl. hálf tólf á hverju kvöldi eftir aðferð, sem kann að
vera óræð, en sem er engu að síður raunveruleg o. s. frv.
270