Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 82
Tímarit Máls og menningar leikskáld setur sjálfu sér sín lög og reglur. Þessi heimspeki, hvert sem er sann- leiksgildi hennar, getur sennilega staðið mönnum jafn mikið fyrir þrifum og sjálfar kennslubækurnar í leikskáldskap, vegna þess, að hún lætur leikskáld ekkert hafa að styðjast við nema gyðju innblásturs, sem er alltaf torskilið ólíkindatól til að halda þeim frá flöskunni. Þeim, sem fylgja þessari skoðun skjátlast jafnmikið og hinum, sem eru á öndverðum meiði: þeir hugsa sér leikskáldskap sem einan sér á grein eða með öðrum orðum sem listgrein, sem er einhvern veginn undanþeginn eðli- legum listkvöðum. Mig langar til að byrja á hinum endanum. Leikskáld er fyrst og fremst listamaður og í öðru lagi er það sérstök tegund listamanns, þ. e. rithöfundur. Þetta væri gjörsamlega óþörf skýring væri ekki sú skoðun að ryðja sér æ meir til rúms, að leikskáld sé hvorki rithöfundur né listamaður heldur aðeins handverksmaður. Ekki alls fyrir löngu var leikskáld kvatt til hótelherbergis leikstjóra. Leik- stjórinn hafði lesið handritið að leikriti þess og hafði nú í hyggju ekki aðeins að ræða um það heldur einnig að endurskrifa það um leið og hann gekk fram og aftur um teppalagt gólfið. Hann endurskapaði fyrsta atriðið gang- andi og fór með öll hlutverkin. „Þér skrifið þetta ekki niður,“ sagði hann síðan við leikskáldið. „Nei,“ sagði leikskáldið. „Ég skrifa það bak við eyr- að. Svo fer ég heim. Ég geymi þetta allt í huganum. Það sem ég get ekki not- að hverfur þaðan. Það sem eftir er, verður seinna hluti af leikritinu, ef mér líkar við það og tekst að fella það að verkinu. Leikskáld þarf tíma til að melta með sér nýjar hugmyndir og nýtt efni. Þetta verður að gerast á lífrænan hátt, herra minn.“ Þetta leikskáld talaði eins og listamaður og rithöfundur. Þessi leikstjóri talaði sem fúskari, ef ekki sem sjúklegur sjálfselskumaður. Leikstjórinn hafnaði leikritinu á þeim forsendum, að leikskáldið væri ekki starfi sínu vaxið. Hann átti auðvitað við, að það kynni sig ekki og þekkti ekki stöðu sína. Því var ekki ætlað annað en að hraðrita orð eða réttara sagt að gjamma eftir því sem því var sigað af húsbónda sínum. Mig langar ekki til að vekja athygli yðar á sjúklegri sjálfselsku heldur á getuleysi til að skilja sálarlíf listamanns. Listamenn hafa lært handverk sitt, en eru aldrei ánægðir með að vera handverksmenn. Handverk þjónar list eða eins og Goethe orðaði það: Menn skrifa aðeins af innri þörf. Með endi leikrits er t. d. ekki endilega verið að tefla á tvær hættur með viðtökur áhorfenda. Hann er sprottinn af því, sem leikskáldið sjálft telur vera nauðsynlegt. Hann er ekki til umræðu. Til um- ræðu við hvern eiginleika? Listaverk á rætur að rekja til eðiis höfundar síns. 272
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.