Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 93
Bréf til ímyndaðs leikskálds
Ur því að ástandið er nú einu sinni svona, þá munduð þér frá listarinnar
sjónarhóli séð eyða tíma yðar til einskis með því að skrifa samskonar sjón-
leiki og þá, sem eru venjulega settir á svið á Broadway. Ef þér hafið listgáfu,
ættuð þér að taka þátt í þessari könnun á klassískum leikbókmenntum, sem er,
hversu þversagnarlegt sem það hljómar, leit að ósviknum nútímaleikbók-
menntum. Af frjósömum tengslum nútímans við slíka fortíð mun spretta
glæsileg framtíð, ef nokkurrar framtíðar er annars von.
Hvers langar yður í rauninni til? Það eru óskir yðar, sem eru þyngstar á
metunum. En ekki það, sem þér segið vinum yðar, að séu óskir yðar. Ekki
það, sem þér haldið stundum, að séu óskir yðar. Ekki það, sem þér venjulega
hyggið vera óskir yðar, heldur það, sem yður finnst endanlega vera óskir
yðar, hinar raunverulegu óskir yðar.
Emerson varaði okkur við því að óska einhvers í alvöru, vegna þess að
líklega fengjum við þá ósk okkar uppfyllta. Ef þér óskið þess af heilum huga
að verða mella, þá verðið þér það. í leiklistarheiminum er það hægur vandi
og þér munuð aldrei iðrast þess. I ellinni getið þér meira að segja haft ofan
af fyrir yður með því að skrifa greinar um hverju þér eigið velgegni yðar að
þakka. Mér þykir þó bréf yðar heldur benda til hins, að þér óskið að verða
leikskáld. Ef svo er, þá verðið þér að reyna fyrir yður og komast að því
sanna. Tíminn mun skera úr því. Lítið á yður á meðan sem rithöfund og þar
af leiðandi sem listamann.
Jafnvel þótt þér séuð leikskáld, getur farið svo, að þér komizt ekki áfram.
Það mun særa tilfinningar yðar mjög mikið, einkum þegar þér sjáið hæfi-
leikalausa vini yðar komast á frægðartindinn sem leikskáld. Listamenn þarfn-
ast velgengni. Þeir krefjast hennar samt sem áður ekki. Þótt eftirgangsleysi
þeirra á þessu sviði sé ef til vill ánægjuefni meðal þeirra, sem arðræna þá,
þá er það engu að síður sprottið af styrk, er býr í listamönnunum sjálfum.
Þeir geta þraukað af án velgengni, þótt með erfiðismunum sé. Stolt þeirra
heimtar jafnvel meiri fullnægingu heldur en hégómagirnd. Þeir eru alvöru-
menn. Þeir vilja jafnvel kaupa varanlegan orðstír fyrir fljótfengna frægð.
Ef þér, ungi maður, verðið hins vegar þess vísari, að þér séuð ekki leik-
skáld og þeir á Broadway eru yður sammála, reynið þér eitthvað annað nauð-
ugur viljugur. Ef því fylgir kvöl, er það ekki kvöl þess, sem á völina. Ef yður
sjálfum finnst þér ekki vera leikskáld, en þeim á Broadway finnst þér aftur
vera það, verður gerð gangskör að því að telja yður hughvarf og sannfæra
yður um það, sem þér vitið að ekki er satt. Þetta er orðin nokkuð algeng
tegund sannfæringar nú á tímum og hún er það band, sem tengir tvær fræg-
283