Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 97
Skemmtilegt er myrkriS
Nú vill svo til að uppskafning á sér nokkra hliðstæðu í fögrum skáldskap
og telst þá til listfengis. Til marks um þvílíkt listfengi má hafa kvæði Hann-
esar Péturssonar um Kóperníkus:
Á kvöldin undir kveiktu tungli og stjömum
koma þeir heim af ökrunum; lágan óm
ber vindur frá klukku er álútu höfði og hljóðir
halda þeir stíginn hjá veðruðum róðukrossi
með feðranna gömlu gnúðu amboð á herðum
en glaðir að allt skuli bundið svo föstum skorðum;
sjá, þarna tungl og vindar, hér vegur og blóm.
Þeir vita’ ekki að hann sem heilsar þeim oft á daginn
hjó þessa jörð af feyskinni rót og henti
sem litlum steini langt úti myrkur og tóm.
Af samanburði þessa kvæðis, þar sem ekki verður sagt að gutlað sé við ný-
sköpun veruleikans, við tilþrif hins ímyndaða ævisöguritara eða Jóhanns
Páls sjálfs má ráða að uppskafning kemur þá fyrst til skjalanna er menn
apa listbrögð góðskálda eftir þeim, viljandi eða óviljandi, án þess að hafa
þau tök á máli og hugsun sem skáldskapur krefst, að ekki sé minnzt á ástríð-
una. Sá væri líka uppskafningur sem bætti sér upp skynleysi sitt á skáldskap
með því að halda því fram að hætti ýmissa gagnrýnenda að kvæði Hannesar
láti í ljósi djúpsæja kenningu um stjörnur og sól eða stéttaskiptinguna í þjóð-
félaginu.
Á þessum blöðum verður sem fyrr er sagt einkum vikið að sögulegtun efn-
um. í þeim efnum birtist lágkúra Jóhanns Páls eða öllu heldur hefðar hans í
svolítið annarri og flóknari mynd yfirborðsháttar og gagnrýnisleysis. Nú
voru athugasemdir mínar í Tilraun um manninn um örfá atriði hugmynda-
sögunnar vitaskuld yfirborðslegar. En í stað þess að henda á einhverjar af
þeim veilum sem þar má finna, lesendum sínum og mínum til sannrar upp-
lyftingar, teflir Jóhann Páll gegn fróðleiksbrotum mínum ennþá yfirborðs-
legri handbókafróðleik sem á köflum ber vanskilningi hans eða vanþekkingu
næsta átakanlegt vitni. Þessi tegund frumspekilegrar lágkúru er þess verð að
á henni sé sérstök athygli vakin: svo almenn mun hún vera í þeim mennta-
setrum á meginlandi Evrópu sem eru höfuðvígi frumspekilegrar hefðar í heim-
inum. Ef marka má István Mészáros, hinn kunna ungverska fræðimann sem
Jóhann Páll vitnar til á einum stað með nokkurri velþókknun eins og síðar
verður að vikið, þá mótast þessi hefð mjög af „alhæfingum kennslubóka sem
287