Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 108
Tímarit Máls og menningar söguritara þýzkrar heimspeki. Hins vegar láta sömu sagnfræðingar þess jafn- an getið að áþekkur og þó sýnu hvassari dómur Schopenhauers um Hegel muni hafa stafað af öfund Schopenhauers yfir hylli Hegels. Svo dauð er saga hinna lifandi hugmynda.24 III Hauskúpan og heimsandinn Sá er einn frasi Jóhanns Páls að hin hefðbundna þýzka heimspeki sé grund- völlur allrar gagnrýni „vísindatrúar“ sem hann kallar svo (JPÁ 170). Því þykir mér hyggilegt að freista nú nokkurrar áréttingar þess sem ráða má af Tilraun um manninn um viðhorf þýzkra heimspekinga á öndverðri 19du öld við vísindalegri hugsun og mannlegri trú á gildi þeirrar hugsunar með öll- um hennar annmörkum. En í kveri mínu lét ég mér nægja að nefna eitt dæmi þessara viðhorfa úr ritum Hegels: upphaf þeirrar skilgreiningar hans á raf- magni sem lesa má í Náttúruspeki hans (ÞG 50—51), en svo vill til að mjög einföld mynd áþekkrar raffræði gengur aftur ljósum logum enn í dag í rit- um ýmissa þráttarhyggjumanna. Nú lætur Jóhann Páll að því liggja að slík meðferð á heimspeki Hegels sé í hæsta máta ósanngjöm: það sé „létt verk og löðurmannlegt að tíunda þau atriði liennar, sem nútímamönnum hljóta að virðast fáránleg“ (JPÁ 172). Þar með virðist hann vilja líta firrur Hegels um náttúrufræðileg efni og kannski ýmis önnur svipuðum augum og við lítum fósturfræði Aristótel- esar. Þetta séu að vísu úrelt fræði frá okkar sjónarmiði og þess vegna bros- leg, en á dögum iðkenda sinna hafi þau verið góð og gild. Og Jóhann Páll væri ekki einn um að afsaka Hegel með þessum hætti. Eins fer til að mynda J. B. Baillie að þar sem hann stendur frammi fyrir daðri Hegels með hálfum huga við lyndislestur og kúpufræði í Fyrirbœrafrœði andans: hvort tveggja hafi notið næsta almennrar hylli upplýstra manna á hans dögum.25 Hegel á sér enga slíka afsökun. Staða hans í vísindasögunni er ekki sam- bærileg við stöðu Aristótelesar í sögu líffræðinnar og tæplega við stöðu Bell- arminos kardínála í sögu eðlisfræðinnar. Það væri heldur að hún minnti á hina sem skipuð er Jósef Stalín í sögu jafnt rússneskrar málfræði sem al- mennrar líffræði eða þeim sporgenglum hans sem hneppt hafa Médvédév á geðveikrahæli. En sleppum því. Fram kemur í Náttúruspeki Hegels að hann hefur lesið ókjör af vísindaritum samtíma síns. Ef lestur skyldi kalla því að hitt kemur jafn ljóslega fram að hann hefur ekki haft snefil af skilningi á 298
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.