Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar magninu.39 Þennan greinarmun geri ég vissulega þótt ég gefi mér ekki tóm til að ræða hann. Loks sakar ekki að minnast á að bók Tuckers er viðurkennt fræðirit, umrætt og umdeilt eins og slíkum ritum ber, og höfundurinn víð- kunnur af henni og fleiri ritum sínum. Það væri að æra óstöðugan að tíunda lofsamleg ummæli annarra fræðimanna um þessa hók hans. Þó get ég ekki stillt mig um að vitna til þeirra sem einna síðast urðu fyrir mér þótt ekki séu þau eftir eiginlegan fræðimann: Milovan Djilas kallar bókina „ágætt fræði- rit“ og „andlega hressingu".40 Úr því að Jóhann Páll vísar lesendum sínum á andmæli Mészáros við kenn- ingu Tuckers er rétt ég fari örfáum orðum um þau. Ritdómarar hafa tekið til þess að þau eru flest sleggjudómaættar41 með því meðal annars að Mészáros víkur hvergi að meginviðfangsefnum Tuckers, hvorki hinni almennu hug- leiðingu hans um þýzka frumspeki né tilraun hans til að greina frumspeki- þættina í AuSmagninu. Hinn harði dómur Mészáros varðar þrjú og aðeins þrjú atriði — og vil ég taka undir þá áskorun Jóhanns Páls að menn lesi hann og lesi vandlega. Þá hygg ég að þeir muni sjá, jaínvel að bók Tuckers ólesinni, að tvö þessara atriða eru hártoganir einar, önnur þeirra einkum um tímasetningu umdeildrar viðhorfsbreytingar í ritum Marx. Hið þriðja er hins vegar reist á réttmætri gagnrýni: Tucker verður á að misskilja tvíræða setningu í Parísarhandritunum hrapallega, og veldur þessi misskilningur því meðal annars að hann gerir villandi samanburð á skoðun Marx á sígildri hag- fræði í Parísarhandritunum annars vegar og Auðmagninu hins vegar.42 Á þessa yfirsjón Tuckers höfðu ýmsir bent á undan Mészáros,43 án þess þó að hann sjái ástæðu til að láta þess getið. Allt er þetta heldur smávægilegt hjá þeim tveim efnisatriðum um Marx sjálfan sem Jóhann Páll minnist lauslega á. Hið fyrra þeirra tveggja er „frelsun skiiningarvitanna“, en ummæli Marx um svo merkilegt málefni segir Jóhann Páll mig slíta úr samhengi sínu (ÞG 56). Sjálfur telur hann að Marx vilji lýsa „rannsókn á raunverulegu þróunarferli“ (JPÁ 173) með setn- ingum eins og þessum: „augað verður mannsauga rétt eins og það sem augað sér verður félagslegur, mannlegur veruleiki sem stafar frá manni til manns ... en það segir sig sjálft að hið mannlega auga sér allt í öðru ljósi en hið frum- stæða og ómannlega auga“.44 Og af þessu tilefni leyfi ég mér að vísa lesend- um mínum á þá túlkun þessara setninga sem lesa má í fyrrnefndri bók Istváns Mészáros, Firringarkenningu Karls Marx.45 Af þeirri túlkun má ráða hvað írumspekingum er tamast að kalla „rannsókn á raunverulegu þróunarferli11. Mészáros vitnar fyrst til þeirra orða Marx að „fyrir sveltandi manni er hin 306
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.