Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 127
Forsaga Afríku Beinafundir á tveimur stöðum í Afríku, í Suður-Afríku og á vatnasvæði Chad, benda til, að í álfunni hafi uppi verið samtíða australopithecus aðrir mannlingar eða apamenn, sem um sérhæfingu líffæra stóðu honum nær manninum, homo sapiens. Við Swartkrans í Transvaal hafa fundizt steinrunn- in bein eða brot úr beinum, sem vera munu úr smávöxnum mannlingi eða apamanni, homo erectus, (þótt nokkrir mannfræðingar telji þau geta verið úr australopithecus africanus). Á vatnasvæði Chad fundust framhluti úr höfuð- kúpu og andlitsbein, sem eru mannlegri ásýndum en bein þau úr ættbálknum australopithecus, en síður heldur en bein þau úr homo erectus. III í Olduvai-gili í Tanzaníu eru elztu áhöldin úr steini fábrotin, og eru gerðir þeirra nú kenndar við gilið. í efri jarðlögum þoka þau um set, skyndilega að virðist, fyrir áhöldum úr steini, sem flokkuð eru undir Acheul-gerðir, en þau eru kennd við St. Acheul í norðanverðu Frakklandi, þar sem áhöld úr steini af gerðum þessum fundust fyrst. Áhöld þessi af Acheul-gerðum birtast í jarðlagi ofan á vikurlagi, sem kann að marka tímamót þau, er nokkrar forn- ar dýrategundir hurfu af sjónarsviðinu. Ofar í jarðlögunum yfir vikurlag- inu hefur fundizt steinrunnin höfuðkúpa af homo erectus. Og er heilabú höf- uðkúpunnar all-stórt, um 1000 tenings-sentimetrar. Af Acheul-gerðum eru áhöld úr steini, sem lágu fast við höfuðkúpuna. Olduvai-gil í Tanzaníu er einn fjögurra staða í Afríku, þar sem fundizt hafa hlið við hlið áhöld úr steini af Acheul-gerðum og steinrunnin bein úr homo erectus. Hinir staðirnir þrír eru Casablanca og Rabat á strönd Marokkó og Ternifine á hásléttu Alsír. Aftur á móti hafa steinrunnin bein úr homo erectus fundizt á landssvæðunum allt frá sunnanverðri Afríku til Mið- og Vestur-Evrópu annars vegar og Indónesíu og Kína hins vegar. Seinlega hefur gengið að ákvarða aldur jarðlaga og þá um leið áhalda úr steini í Olduvai-gili, en greiðlegar við Natron-vatn, sem er á næsta leiti við gilið. Við vatn það hefur fundizt neðri kjálki úr australopithecus í jarðlögum, sem kunna að vera um 700.000 ára gömul, að athuganir á segulmagni þar benda til. Þau eru í íellingu jarðlaga, sem kölluð er Humbu-myndunin. í næstu jarðlögum ofan við þau hafa fundizt áhöld úr steini af Acheul-gerðum, áþekk elztu áhöldunum af Acheul-gerðum í Olduvai-gili, í lögunum rétt ofan við vikurlagið. (Rannsókn á pottösku og argon úr Humbu-mynduninni hefur bent til, að þau séu 1,6—1,4 milljón ára gömul.) Við Kalambo-fossa við suð- 317
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.