Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 127
Forsaga Afríku
Beinafundir á tveimur stöðum í Afríku, í Suður-Afríku og á vatnasvæði
Chad, benda til, að í álfunni hafi uppi verið samtíða australopithecus aðrir
mannlingar eða apamenn, sem um sérhæfingu líffæra stóðu honum nær
manninum, homo sapiens. Við Swartkrans í Transvaal hafa fundizt steinrunn-
in bein eða brot úr beinum, sem vera munu úr smávöxnum mannlingi eða
apamanni, homo erectus, (þótt nokkrir mannfræðingar telji þau geta verið úr
australopithecus africanus). Á vatnasvæði Chad fundust framhluti úr höfuð-
kúpu og andlitsbein, sem eru mannlegri ásýndum en bein þau úr ættbálknum
australopithecus, en síður heldur en bein þau úr homo erectus.
III
í Olduvai-gili í Tanzaníu eru elztu áhöldin úr steini fábrotin, og eru gerðir
þeirra nú kenndar við gilið. í efri jarðlögum þoka þau um set, skyndilega að
virðist, fyrir áhöldum úr steini, sem flokkuð eru undir Acheul-gerðir, en þau
eru kennd við St. Acheul í norðanverðu Frakklandi, þar sem áhöld úr steini
af gerðum þessum fundust fyrst. Áhöld þessi af Acheul-gerðum birtast í
jarðlagi ofan á vikurlagi, sem kann að marka tímamót þau, er nokkrar forn-
ar dýrategundir hurfu af sjónarsviðinu. Ofar í jarðlögunum yfir vikurlag-
inu hefur fundizt steinrunnin höfuðkúpa af homo erectus. Og er heilabú höf-
uðkúpunnar all-stórt, um 1000 tenings-sentimetrar. Af Acheul-gerðum eru
áhöld úr steini, sem lágu fast við höfuðkúpuna.
Olduvai-gil í Tanzaníu er einn fjögurra staða í Afríku, þar sem fundizt hafa
hlið við hlið áhöld úr steini af Acheul-gerðum og steinrunnin bein úr homo
erectus. Hinir staðirnir þrír eru Casablanca og Rabat á strönd Marokkó og
Ternifine á hásléttu Alsír. Aftur á móti hafa steinrunnin bein úr homo
erectus fundizt á landssvæðunum allt frá sunnanverðri Afríku til Mið- og
Vestur-Evrópu annars vegar og Indónesíu og Kína hins vegar.
Seinlega hefur gengið að ákvarða aldur jarðlaga og þá um leið áhalda úr
steini í Olduvai-gili, en greiðlegar við Natron-vatn, sem er á næsta leiti við
gilið. Við vatn það hefur fundizt neðri kjálki úr australopithecus í jarðlögum,
sem kunna að vera um 700.000 ára gömul, að athuganir á segulmagni þar
benda til. Þau eru í íellingu jarðlaga, sem kölluð er Humbu-myndunin. í
næstu jarðlögum ofan við þau hafa fundizt áhöld úr steini af Acheul-gerðum,
áþekk elztu áhöldunum af Acheul-gerðum í Olduvai-gili, í lögunum rétt ofan
við vikurlagið. (Rannsókn á pottösku og argon úr Humbu-mynduninni hefur
bent til, að þau séu 1,6—1,4 milljón ára gömul.) Við Kalambo-fossa við suð-
317