Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 129
Forsaga Afríhu sunnanverðri. í Sahara færðist Miðjarðarhafs-gróður suður á bóginn. Og Kalahari sunnanverð varð gróðurlendi. Gresjur og kjarr-gróður færðust út. Frumskógar á láglendi álfunnar drógust aftur á móti saman. íshellurnar á háfjöllum Austur-Afríku munu hafa teygt sig um 3000 fet niður fyrir núver- andi markalínur sínar. Á vindakerfinu yfir suður-hluta Afríku varð jafnframt breyting. Yfirborð sjávar féll um jörðina alla um 350—300 fet af völdum upphleðslu vatnsmagns í íshellum. Það mun hafa verið lægst fyrir um það bil 20.000 árum. Hluti af landgrunni meginlandanna mun þá hafa verið byggi- legur. í veðri tók að hlýna fyrir um 12.000 árum, en undanfarandi 60.000 ár höfðu orðið nokkur skeið hlýviðris. V í Afríku, sunnan Sahara, þar sem mikil umskipti urðu á gróðri og dýralífi af völdum veðurfarsbreytinganna, fóru áhöld úr steini að taka tíðar stakka- skiptum en áður fyrir um það bil 60.000 árum. Gerðir áhalda úr steini urðu fleiri og margvíslegri en áður. Hinum, sem fengu á sig fast snið, fjölgaði jafn- framt. Þessar breytingar á gerðum áhalda úr steini benda til vaxandi getu höfunda þeirra til að færa sér í nyt landskosti ýmiss konar. Annars staðar í heimsbyggðinni mun hafa orðið framvinda í verkmenningu sem í Afríku. I Afríku, þar sem gróður og dýralíf voru nær söm sem áður þrátt fyrir veðurfarsbreytingarnar, voru áhöld unnin úr steini að sama hætti og fyrr. Og eru þau enn flokkuð undir Acheul-gerðir. Á þeim landssvæðum, meira að segja, sem upp úr þessum tímamótum voru byggð í fyrsta sinn, voru úr steini unnin áhöld af Acheul-gerðum enn um árþúsund. Á hálendi Afríku sunnanverðrar; í fjallabyggðum Basuto-lands; á hálendi Kenýa og Eðíopíu; og á sendnum gresjum og steppum suðaustur-horns Af- ríku hafa fundizt áhöld þau úr steini, sem við tóku af eða þróuðust upp úr Acheul-gerðunum, en þau eru kennd við Fauresmith, bæ í Oranje-fríríkinu í Suður-Afríku. Áhöld af Fauresmith-gerðum benda til, að höfundar þeirra hafi haft viðurværi sitt af villibráð og jurtum ýmiss konar sem áður höfund- ar áhaldanna af Acheul-gerðum. Lítið eitt síðar í Afríku, þar sem veðurfar stuðlaði að samfærslu gróðurs, graslendi, savannah-gróðri eða skógarkjarri eða öllu þessu þrenns konar gróðurfari á einu svæði, voru unnin áhöld úr steini af nýjum gerðum, sem kennd eru við Sangó-flóa í Uganda. Meðal þeirra fer mikið fyrir litlum húð- skröpurum og litlum skurðarstólum og einnig all-mjög fyrir þungum skurðar- 319
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.